Nýjar ásakanir um spillingu Ursulu von der Leyen

Gústaf SkúlasonErlent, Evrópusambandið, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Þekkt er að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, er undir rannsókn vegna meintrar spillingu í tengslum við kaup ESB á bóluefnum frá lyfjarisanum Pfizer. Núna bætast við frekari ásakanir um misnotkun valds með því að veita flokksbróður feita stöðu.

Æðstu saksóknarar í Evrópu hafa áður hafið rannsóknir á ásökunum um glæpi í tengslum við bóluefnaviðræður Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB og Albert Bourla forstjóra Pfizer. Rannsakendur frá evrópska ríkissaksóknaranum, Eppo, hafa undanfarna mánuði tekið við af belgískum saksóknara sem rannsakaði von der Leyen fyrir „afskipti af opinberum störfum, eyðileggingu textaskilaboða, spillingu og hagsmunaárekstra.“

Nýjustu ásakanir um spillingu von der Leyen varða tilnefningu flokksfélaga hennar, þýska þingmannsins Markus Pieper í Kristilega demókrataflokknum í Þýskalandi, í nýtt hátt embætti hjá ESB. Markus Pieper varð fyrir valinu sem talsmaður ESB í málefnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þótt hann hafi ekki verið hæfastur umsækjenda. Hann fær tæplega 17.000 evrur í laun á mánuði.

Fjórir framkvæmdastjórar gera athugasemdir við val Piepers: Josep Borrell Spáni, Thierry Breton frá Frakklandi, Nicolas Schmit frá Luxemburg og Paolo Gentiloni frá Ítalíu. Þeir hafa sent von der Leyen bréf og beðið um að ræða ráðningarferlið. Þingmenn sósíalista, frjálslyndra og grænna kallað eftir ógildingu ráðningarinnar og samtök gegn spillingu krefjast rannsóknar málsins.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að venjulegum verklagsreglum hafi verið fylgt og að sögn talsmanns von der Leyen verða ráðningarmálin ekki gerð opinber.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð