Lögreglan í Brussel stormaði inn á meðan Farage hélt ræðu og lokaði ráðstefnu íhaldsmanna

Gústaf SkúlasonErlent, Evrópusambandið, Gústaf Skúlason, Mannréttindi, Ritskoðun14 Comments

Lögreglan í Brussel ruddist inn á NatCon ráðstefnu íhaldsmanna á þriðjudag og hindraði frekari fundahöld. Brexit- leiðtoginn Nigel Farage var að ávarpa fundargesti, þegar mikill fjöldi lögreglumanna hertók ráðstefnuna í Brussel.

Meðal þátttakenda voru Suella Braverman, fyrrverandi innanríkisráðherra Bretlands og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Braverman þurfti að stíga á svið á eftir Farage og upplýsa um árás lögreglunnar.

Lögreglan sagði ráðstefnuna „ógna almennri reglu“

Politico skrifar, að lögreglan hafi útskýrt, að ákvörðunin um að stöðva ráðstefnuna væri vegna þess, að hún væri ógn við „almenna reglu“ í Brussel.

Embættismenn ESB í Brussel hata Nigel Farage fyrir að hafa hæðst að þeim á dögum hans á ESB-þinginu. Á leiðinni frá ráðstefnunni talaði hann um, hvernig komið hafði verið fram við hann áður fyrr í Brussel. Fargae sagði að ákvörðunin um að stöðva ráðstefnuna með lögregluvaldi væri „skelfileg.“ Farage sagði:

„Ég vissi að ég væri ekki velkominn aftur til Brussel.“

Frank Füredi, frá hugveitunni MCC Brussels sagði:

„Þetta er í rauninni einræðisstjórn. Þeir reyna að nota tæknilegt atriði til að skýra stjórnmálalega afstöðu. Þeir sögðu eigandanum, að ef hann lokaði ekki staðnum, þá yrði lokað fyrir rafmagnið.“

Að banna fundinn brýtur gegn stjórnarskrá Belgíu

Forsætisráðherra Belgíu, Alexander De Croo, flæmskur frjálshyggjumaður, sagði:

„Það sem gerðist á Claridge í dag er óviðunandi. Sjálfstjórn sveitarfélaga er hornsteinn lýðræðis okkar en þau geta aldrei hnekkt belgísku stjórnarskránni sem tryggir málfrelsi og friðsamlega fundi síðan 1830. Að banna pólitíska fundi brýtur í bága við stjórnarskrána. Punktur.“

Hér að neðan má heyra viðbrögð Nigel Farages við lokun ráðstefnunnar með lögregluvaldi:

 

 

 

 

 

author avatar
Gústaf Skúlason

14 Comments on “Lögreglan í Brussel stormaði inn á meðan Farage hélt ræðu og lokaði ráðstefnu íhaldsmanna”

  1. Lýðræði og málfrelsi er ekki að skapi valdaelítunnar. Stasi er mætt á staðinn í Vestur Evrópu.

  2. Er það þetta sem Úkraínskir hermenn eru að örkumlast út af og láta lífið fyrir?

  3. Hægri öfgamenn eiga heima í fangelsi með vinstri öfgamönnum ásamt öfgartrúarliði. Glæsilegt hjá lögreglunni að leysa upp þessa ráðstefnu, verst að það þurfi að láta þennan lýð lausan aftur.

  4. Vá Páll, þetta er svo vel orðað hjá þér að þú greinilega tilheyrir einhverjum af fyrrnefndu öfgahópum og værir best geymdur í fangelsi.

  5. Ég greini örvæntingu meðal kommanna í Brussel.
    Fyrst koma bændur og úða á þá skít vegna vitleysunnar í þeim, og nú eru þeir hræddir við einhvern meinlausan breta.

  6. Einar Viðarsson.

    Værir þu til í að skilgreina hvað þú átt við með öfga hægri og öfga vinstri?

  7. Addi, Sjálfstæðisflokkurinn, viðreisn. Vinstri grænir, Samfylkingin.

  8. Það er merkilegt að sjá hversu viljugir stuðningsmenn misbeitingu lögregluvalds í Brussel eru að loka alla þá í fangelsi sem ekki eru þeim sammála. Það er einnig merkilegur misskilningur sama fólks, að þeir sem reyna að opna augu fólks fyrir spillingu valdhafa og misbeitingu þeirra á valdi í eigin þágu séu kallaðir hægri öfgamenn, og gjarnan spyrtir við nasista og fasista. Þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum þar sem allur sá hryllingur sem síðasta öld gaf okkur var sprottinn upp úr sömu hugmyndafræði þar sem oftrú á miðstýrt vald almenningi til hagsbóta er því miður ekkert annað en fullkomin leið til að leiða til valda brjálað fólk sem hikar ekki við að myrða fólk í milljónatali til að halda völdum með fallegum loforðum um betri tíð. Lenín/Stalín (20 milljón andstæðingar myrtir, Kommúnismi. Maó (70 milljónir ýmis myrtir eða sveltir í hel), Kommúnismi. Pol Pot, um 25% Kambódíumanna drepnir (1,5-3 milljónir ); Kommúnismi. Hitler, 6 milljónum gyðinga útrýmt, og heimsvaldabrölt sem varð að lokum að talið er um 75 milljónum að aldurtila; Sósíalismi þ.e.a.s. Kommúnismi. Mussolini, talið að allt að 500.000 Ítalir hafi látið lifið undir hans harðstjórn; Fasismi sem er fyrir þá sem ekki vita sprottin upp úr jarðvegi hugmyndafræði Sósíalisma. Já og enn og aftur og síðast Kommúnismi.

    Þeir sem hengja hér á sig heiðursmerki þess að vera merkisberar félagshyggju, með öðrum orðum sósíalisma skal hér skilað skömminni og minntir á að sú hugmyndafræði sem stjórntæki leysir úr læðingi það versta í mannskepnunni. Hitler eða Mussolini voru engir hægrimenn, sem vilja takmörkun ríkisvalds og frelsi einstaklingsins. Þeir voru báðir öfga vinstrimenn sem myrtu þá sem í vegi þeira stóðu. En auðvitað byrjaði þetta sakleysislega með áróðri gegn óvinum ríkisins sem svo umbyltist í hatursorðræðu, lögregluofbeldi (Gestapo), og síðan morðæði í skjóli stríðs og heilaþvegins almennings.
    Eitthvað kunnuglegt í samanburði við þróun mála í Evrópusambandinu? Hvers vegna þarf alla þessa lögreglu ef almenningi líður svona vel þar sem fjármunum er sóað í stríðsrekstur, skerðingu ferðafrelsis almennings, álagning orkuskatta, bændum gert ókleyft að stunda rekstur, 3300 Bretar fangelsaðir fyrir skrif á samfélagsmiðla á sama tíma og 400 Rússar þurftu að þola hið sama? Fólk ætti ekki að taka þessum hættumerkjum af léttúð því við erum ekki mörg enn sem komið er í Evrópu, sem sjáum hvað er í raun að gerast.

    Nigel Farage er enginn öfgamaður heldur baráttumaður til varnar breskum almenningi. Nigel gæti sjálfsagt drukkið rjómann með Brussel elítunni en það er til heiðarlegt fólk sem betur fer sem tilbúið er að skerða eigin þægindi til að verja þinn rétt svo spillt valdaelítan komist ekki upp með einir og einar, með hjálp heilaþveginna réttlætisriddara og vinstri öfgamennsku, að raka til sín valdi og auðæfum sem tilheyra okkur öllum.

  9. Bjarki, gott innlegg hjá þér. Hverju orði sannara, sagan segir okkur hverjir eru óvinir almennings, og skömm sé okkur ef við látum þessa manndjöfla endurtaka söguna.

  10. Bjarni, þetta er að mestu leyti rétt hjá þér en þar sem kommúnismi hefur aldrei verið reyndur neinstaðar eins og hann er boðaður þá er það nú skrítið að kenna honum um þetta allt. Fólkið sem hefur stjórnað í þessum löndum sem hafa kennt sig við kommúnista hafa ávallt verið hægri sinnaðir tækifærispopúlistar eins og hefur sést á stjórnarháttum þeirra. Þú gleymir líka að minnast á þá miljarða fólks sem hefur látið lífið til að tryggja gott líf útvaldra hægrimanna í þeim löndum sem þykjast vera lýðræðisríki hvort sem það eru stríð, efnahagsmál eða bara grimmd þeirra. Þess vegna á fólk sem boðar fulltrúalýðræðið, hvort sem það er undir merkjum hægri eða vinstri heima í fangelsi því það eina sem það fólk vil er að tryggja eigin hag á kostnað annara.

  11. Einar. Fögur fyrirheit stjórnmálamanna þar sem þeir taka fé úr vasa annars fólks og rétta þá í aðra vasa hafa alltaf farið úr böndunum og munu alltaf fara úr böndunum. Því meiri völd sem ríkið hefur, sem er grundvöllurinn í útópíu Kommúnismans, því meiri verður spillingin í meðförum á fjármunum almennings. Það er því greypt í stefnu Kommúnismans að valda hörmungum og það er þessari stefnu að kenna hvernig komið er því við erum að tala um stjórntæki í höndum manna en ekki véla sem fara eingöngu eftir því forriti sem sett er inn. Þú getur svo haldið áfram að verja útópíuna ef þú nennir, en ég hætti því sjálfur fyrir áratugum síðan.

    Kapítalisminn er það eina sem virkar fyrir mannskepnuna enn sem komið er. Hins vegar þarf að tryggja að fyrirtæki geti ekki orðið að skrímslum sem sölsa allt undir sig eins og t.d. Google, Amazon, Facebook, Black Rock, Vanguard ofl. sem síðan sjórna öllum meginstraums-fjölmiðlum og samfélags-miðlum og fæða grunlausan almenning á lygum. Og já Einar uppnefna baráttumenn takmörkun ríkisvalds og þ.a.l. aukins persónufrelsis öfga hægrimenn.

    Glóbaliseringin er hin fullkomna hörjung sem getur dunið á almenningi þar sem kommúnistarnir og pilsfaldakapitalistarnir falla í eina sæng og hneppa allan heiminn í þrældóm undir formerkum alls kyns hræðsluáróðurs til að fá almenning til að sætta sig við að borga himinháa skatta á lífsnauðsynlegt eldsneyti, sprauta sig með ólyfjan með reglulegu millibili, leggja niður ferðalög til að bjarga jörðinni og framleiða ófrið svo halda megi úti “nauðsynlegum” stríðum.

Skildu eftir skilaboð