Kona kom með 68 ára gamlan mann sem var látinn, í hjólastól, í bankaútibú til að reyna að taka lán í nafni hans. Hið undarlega atvik átti sér stað þriðjudaginn 16. apríl í bankaútibúi í Rio de Janeiro í Brasilíu.
Hún talaði fyrir hönd hins látna og vakti grunsemdir meðal viðstaddra. Hún var auðkennd sem Erika de Souza Vieira Nunes og var færð á lögreglustöðina, þar sem hún sagðist vera frænka og umönnunaraðili hins aldraða.
Hegðun Vieira Nunes vakti athygli bankastarfsmanna, sem tóku upp samtal hennar við frænda sinn á myndband, sem svaraði aldrei til baka. Hún bað aldraða manninn að skrifa undir lánaumsóknina í bankanum fyrir um það bil 3.200 dollara láni. Erika spurði manninn sem hún fullyrti að væri frændi sinn:
„Frændi, ertu að hlusta? Þú þarft að skrifa undir, herra. Ef þú skrifar ekki undir, þá gengur ekki neitt. Ég get ekki skrifað undir fyrir þig, ég geri það sem ég get gert.“
Hafði verið dáinn í nokkrar klukkustundir
Þegar viðskiptavinurinn sýndi engin viðbrögð, þá hringdu bankastarfsmennirnir á neyðarþjónustuna. Sjúkraliðar komu til bankans og komust að því, að maðurinn, sem hét Paulo Roberto Braga, 68 ára, hafði verið látinn í nokkrar klukkustundir.
Kallað var á lögreglu sem kom og handtók Erika de Souza fyrir fjármálasvik og brot á friðhelgi látinna og á hún á hættu að verða dæmd í allt að 7 ára fangelsi.
[videopress wc0NVLXQ]