Ofurvald Vesturlanda er í húfi í Úkraínustríðinu. Það segir Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands nú í breska Daily Mail. Það myndi þýða hörmung og algjöra niðurlægingu fyrir Vesturlönd og um leið „endalok” yfirráða Vesturlanda, varar hann við.
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, kemur með þessi drungalegu skilaboð varðandi Úkraínustríðið. Hann sér ekkert annað fram undan ef Úkraína fellur og ekkert verður að gert, þá „verða það skelfileg tímamót í sögunni – og algjör niðurlæging fyrir Vesturlönd“ skrifar hann í Daily Mail.
Það mun vera í fyrsta sinn á 75 ára tilveru Nató sem bandalagið undir forystu Bandaríkjanna fær lexíu upp og það á evrópskri grund. Boris Johnson skrifar:
„Skortur á sprengjum í framlínu Úkraínu er núna svo mikill að þeir verða stundum að bíða undir sprengjuárásum Rússa, án þess að geta skotið til baka. Skortur á loftvörnum er núna svo mikill að Kharkiv – önnur stærsta borg í Úkraínu – á á hættu að breytast í aðra Mariupol.”
Boris segir að lausnin sé einföld. Bara að dæla meira fé og vopnum inn í Úkraínu. Vesturlöndin séu sterkari en Rússland:
„Vegna þess að ef Úkraína fellur, þá verður það hörmung fyrir Vesturlönd. Það verða endalok yfirráða Vesturlanda. Við getum ekki kennt neinum um nema okkur sjálfum.”
Jafnvel Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, varar nú ítrekað við því, að land hans muni tapa stríðinu án frekari stuðnings frá Vesturlöndum. Ástandið sé afar krítískt. Hér að neðan má heyra Boris Johnson:
One Comment on “„Endalok yfirráða Vesturlanda ef Úkraína fellur””
Sér grefur gröf er öðrum grefur.