Dr. Phil vísar „fjölmenningastefnunni“ á bug sem marxisma

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, WokeLeave a Comment

Dr.Phil skapaði umtal með því að hafna „fjölmenningarstefnu DEI” (DEI; „Diversity, equity and inclusion” – Fjölbreytileiki, jöfnuður og aðlögun) í öllum Bandaríkjunum og líkja henni við marxisma. Dr. Phil sagði:

„Hvernig skapar þú jafna útkomu þegar fólk er ekki eins? Sumir eru lægri, sumir eru hærri og sjá yfir girðinguna, þeir geta ekki báðir leikið í NBA. Það er ekki hægt að ná jafnri útkomu.”

Í þættinum voru tveir svartir menn, séra James Ward Jr. og Erec Smith, prófessor við York College of PA, auk Rachel Kargas, sem er hvít kona og starfsmannastjóri og talsmaður DEI.

Á íslensku er hægt að þýða DEI í grófum dráttum sem „fjölbreytileika, jöfnuð og sameiningu“ og er eins konar „kvóta- og fjölmenningarstefna“ sem mikið er notuð af mörgum bandarískum fyrirtækjum og samtökum til að „lyfta fram” og gagnast minnihlutahópum af ýmsu tagi.

Umræðan spannaði margvísleg efni. Allt frá því hvernig DEI er notað í bandaríska samfélaginu til meintra áhrifa stefnunnar á ýmsa vinnustaði. Pastor Ward gagnrýndi ósamræmda beitingu DEI á ýmsum sviðum samfélagsins og velti því fyrir sér „af hverju það vantar asískar, rómanskar og spönskumælandi íþróttastjörnur í vinsælum íþróttum eins og körfubolta og fótbolta.“ Að auki hélt hann því fram, að Bandaríkin væru í „nýrri borgarastyrjöld“ hugmyndafræða, þar sem talsmenn DEI reyna að leika Guð og hafa áhrif á samfélagið.

Kargas varði DEI með vísun í vinsæla myndskreytingu sem sýnir muninn á „jafnrétti” og „réttlæti.” Hún hélt því fram að DEI snúist um að jafna aðstöðumun og hjálpa ákveðnum lýðfræðilegum hópum að sigrast á meintum kynþáttafordómum, „ómeðvituðum fordómum“ og meintri kvenfyrirlitningu.

Marxismi

Dr. Phil hafnaði algjörlega hugmyndinni um „jafna útkomu” sem hann taldi að væri ómögulegt að ná, vegna þess að fólk fæðist á líffræðilega mismunandi forsendum. Dr. Phil sagði:

„Hvernig skapar þú jafnan árangur þegar fólk er misjafnt? Sumir eru lægri, sumir eru hærri og sjá yfir girðinguna, þeir geta ekki báðir leikið í NBA. Þú getur ekki búið til jafna útkomu. Hvað gefur DEI rétt til að koma inn og reyna að breyta eðli hlutanna til að skapa jafna útkomu? Það hefur verið reynt, það virkaði ekki, það var kallað marxismi.”

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð