Leiðtogar ESB og Nató eru hugsanlega tilbúnir til að senda herlið til Úkraínu, sagði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, á föstudag. Hann varaði við því, að í Brussel líta menn á átökin milli Moskvu og Kænugarðs sem sín „eigin.“ Ekkert tillit er tekið til áhættunnar sem stafar af sífellt umfangsmeiri þátttöku þeirra.
Leiðtogar ESB blindaðir af stríðsæsingi
Orban sagði á fundi Fidesz flokks síns fyrir kosningar til ESB-þingsins, að það ríkti stríðsæsingur í Brussel. Hann sagði:
„Það er meirihluti fyrir stríð í Brussel í dag. Stjórnmál Evrópusambandsins stjórnast af stríðsrökum. Stjórnmálamenn ESB eru nú þegar búnir að fjárfesta það mikið í átökunum, að þeir sjá ekki lengur gallana í eigin stefnu.“
„Þrátt fyrir alla peninga og vopnasendingar, er ástandið ekkert að batna. Í rauninni þá versnar það… Við erum skrefi frá því, að Vesturlönd sendi hermenn til Úkraínu. Þetta er hringiða stríðsins sem getur sogað Evrópu niður í djúpið. Brussel leikur sér að eldinum.“
Ungverjaland verður ekki aftur leikfang stórvelda
Ungverjaland mun ekki láta draga sig inn í stríðið og mun ekki fara í stríðið á neinni hlið. Viktor Orbán sagði:
„Ungverjaland stendur fyrir friði hvar sem er, þar á meðal í Brussel, Washington, SÞ og Nató. Við viljum ekki stríð og við viljum ekki að Ungverjaland verði aftur leikfang stórvelda.“
Hugmyndin um að senda Nató-hermenn til Úkraínu hefur ítrekað verið sett fram af vestrænum leiðtogum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi það í febrúar og sagði „allir valkostir eru mögulegir.“
Síðan hefur Macron undirstrikað afstöðuna með því að segja, að „engin takmörk“ séu fyrir stuðningi við Úkraínu. Orð hans vöktu upphaflega áhyggjur sumra bandamanna Nató, sem neituðu fljótlega að þeir hefðu uppi slíkar áætlanir. Hins vegar fékk franski leiðtoginn stuðning frá nokkrum meðlimum Nató.
Ekki óhugsandi að Nató sendi hermenn til Úkraínu
Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sagði í mars, að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu krefjast „samræmdrar stigmögnunar“ af hálfu Vesturlanda. Æðsti stjórnarerindreki Varsjár sagði hugmyndina „ekki óhugsandi“ að Nató sendi hermenn til Úkraínu. Í síðustu viku sagði James Heappey, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands í viðtali við Sky News, að það „væri athugunar vert að senda Nató her til Úkraínu.“
Rússland hefur ítrekað varað við því, að með því að senda hermenn Nató til Úkraínu, þá færi Nató undir forystu Bandaríkjanna í allsherjar stríðsátök við Rússland. Vladimír Pútín forseti lýsti því yfir í mars, að það yrði „skref sem hleypti þriðju heimsstyrjöldinni af stað með fullum krafti.“
One Comment on “Næsta skref Nató að senda hermenn til Úkraínu”
Þetta endar með því að Rússland mun hreinsa upp þessi NATO hreiður í Austur-Evrópu og jafnvel meira.
Það eru engin takmörk fyrir heimskuni hjá þessum bjánum, nú þegar eru þessi lönd að tortíma sjálfum sér undir þungum hæl EU, BNA og NATO leppríkjana þeirra.