Þrjár kynslóðir af sömu fjölskyldu keyptu raðhús við hliðina á hvert á öðru til að búa saman. Í október 2023 var draumurinn sprengdur í tætlu, þegar sprenging í nágrannahúsi eyðilagði þrjú raðhús þeirra í leiðinni. Michaela Zellman, sem bjó í einu af eyðilögðu raðhúsunum segir í viðtali við SVT:
„Þetta er algjör eyðilegging. Lífið fór á hvolf eftir þetta.“
Frá árinu 2023 hafa 177 sprengingar valdið skemmdum á íbúðarhúsnæði og kostnaður Svía nemur mörgum milljörðum sænskra króna. Jafnvel þó tryggingafélögin standi undir hluta kostnaðarins verða saklausir íbúar fyrir miklu fjárhagslegu tjóni. Fjölskyldufaðirinn Frank Jansson, sem sá húsadrauminn sprengdan í loftið, segir að tryggingarnar bæta ekki allan kostnaðinn. Annar fjölskyldumeðlimur segir, að hún muni tapa nokkur hundruð þúsund sænskra króna.
177 sprengingar á rúmu ári í Svíþjóð
Á árinu 2023 til dagsins í dag hafa orðið 177 sprengingar í Svíþjóð. Af þeim hafa 122 sprengingar beinst að íbúðarhúsum: einbýlishúsum, raðhúsum eða fjölbýlishúsum. 84 af þeim hafa verið í fjölbýlishúsum.
Ingvar Nilsson þjóðhagfræðingur, sem áður hefur metið hvað byssuofbeldi hefur kostað samfélagið, segir að um verulegan aukakostnað sé að ræða af sprengingunum sem oft gleymist í útreikningnum. Hún segir:
„Óbeinn kostnaður í formi veikinda, andlegra þjáninga, tekjumissis og lögreglurannsókna er vissulega í sömu stærðargráðu, stundum talsvert meiri.“
Fyrir fjölskylduna sem keypti þrjú raðhús vegg við vegg við götuna í Hässelby hefur lífið gjörbreyst eftir sprenginguna og öll framtíðaráform verið eyðilögð. Michaela Zellman segir:
„Þessi nálægð við fjölskyldu sína, að hafa ekki afa nálægt sem núna er orðinn gamall og þarf á aðstoð að halda heima, það er ljóst að það er missir.“
Sprengjuhryðjuverk í Svíþjóð
SVT hefur farið yfir sprengjuódæðin í Svíþjóð sem beindust að íbúðarhúsum 2023 og og það sem af er árs 2024.
- Heildarfjöldi sprengjuódæða: 177
- 2023: 142
- 2024: 35 til 17. apríl
- Miðað við íbúðarhús: 122
- Fjöldi raðhúsa: 13
- Fjöldi einbýlishúsa: 25
- Fjöldi fjölbýlishúsa: 84
Gríðarlegt samfélagstjón í sprengjuhryðjuverkunum
Sprengingin við Ådalagatan í Linköping árið 2019, eitt stærsta sprengjuódæði í Svíþjóð, hefur kostað húsnæðisfélagið að minnsta kosti 79 milljónir sænskra króna.
Húsnæðisréttindafélagið í Fullerö, norður af Uppsölum, þar sem mjög öflug sprenging varð og kona lést einnig, metur kostnað við viðgerðir og endurbætur á 30-40 milljónir sænskra króna.
Í raðhúsinu sem var sprengt í Hässelby í fyrra og sagt er frá í greininni hér, er heildarkostnaður áætlaður 40 milljónir sænskra króna.