Evrópusambandið samþykkir bann á bensín- og díselbíla í Stokkhólmi

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Umhverfismál2 Comments

Eftir að rauðgræn borgarstjórn Stokkhólmsborgar ákvað að banna bensín- og dísilbíla í miðborginni, hóf framkvæmdastjórn ESB athugun á málinu til að kanna, hvort slík ákvörðun rækist á ferðafrelsi fólks. ESB kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki og hefur gefið borgarstjórn Stokkhólms leyfi til að banna bílana. Græningjar hoppa af gleði.

Um áramótin verður verða tekin upp ný svæði, umhverfissvæði 3 í miðborg Stokkhólms. Lögmenn ESB lofa að slíkt bann skerði ekki ferðafrelsi fólks samkvæmt grunnsáttmála ESB. ESB gefur því grænt ljós á bílabannið.

Stokkhólmur fyrst í heimi með bann á bensín- og dísilbílum

Lars Strömgren, umferðarráðsmaður Stokkhólmsborgar segir:

„Þetta þýðir að innleiðing umhverfissvæðisins heldur áfram eins og áætlað var. Á gamlárskvöld 2024 verður Stokkhólm fyrsta borg í heiminum til að banna bensín- og dísilbíla í hluta borgarinnar.“

„Um alla Evrópu glíma stjórnmálamenn við útblástur og slæmt loft sem skaðar sérstaklega börn og aldraða. Afstaða framkvæmdastjórnar ESB er öflugur boðskapur til allra sem berjast fyrir heilbrigðari borgum.“

Í byrjun mun nýja umhverfissvæðið ná yfir 20 hverfi um 180.000 fermetrar. Það nær á milli Kungsgatan, Birger Jarlsgatan, Hamngatan og Sveavägen, þar á meðal inn- og útgönguleiðir við Klara göngin á Mäster Samuelsgatan.

Öll miðborg Stokkhólms losunarlaus fyrir 2030

Lars Strömgren segir:

„Við sjáum að umskipti yfir í losunarlausa miðborg þarf að framkvæma í áföngum. Umhverfissvæði 3 er mikilvægt skref á leiðinni til Stokkhólmsborgar með hreinna lofti og fallegri götum.“

Umhverfissvæðið verður síðan stækkað í öðrum áfanga sem ákveðið verður á fyrri hluta árs 2025. Markmiðið er að gera alla miðborg Stokkhólms algjörlega losunarlausa í síðasta lagi árið 2030.

2 Comments on “Evrópusambandið samþykkir bann á bensín- og díselbíla í Stokkhólmi”

  1. Nú geta Rússarnir ekki gert innrás, því allt þeirra drasl gengur fyrir bensín og dísel. Algjört win win.

  2. Evrópubúar þurfa ekki að óttast Rússa, þeir þurfa að óttast sína eigin veruleikafirrtu stjórnmálaelítu.

Skildu eftir skilaboð