Franska Þjóðabandalagið gæti orðið stærsti flokkurinn á ESB-þinginu

Gústaf SkúlasonErlent, Evrópusambandið, Gústaf Skúlason, Kosningar1 Comment

Franski íhaldsflokkurinn vill herða á landamæralausum fjöldainnflutningi og hvetur til friðarviðræðna milli Úkraínu og Rússlands. Í kosningunum í sumar eru góðir möguleikar á að flokkurinn verði stærsti flokkurinn á ESB-þinginu.

Flokkurinn, sem til ársins 2018 hét Þjóðfylkingin, er í dag undir forystu hins 28 ára gamla Jordan Bardella. Fyrrum leiðtogi flokksins Marine Le Pen gegnir enn mikilvægu hlutverki en stefnir á að verða Frakklandsforseti eftir þrjú ár.

Gæti orðið stærsti flokkurinn á ESB-þinginu

Dagens Nyheter bendir á, að Þjóðabandalagið sé nú stærsti flokkurinn í öllum aldurshópum nema 70 ára eða eldri. Flokkurinn gæti líka verið á leiðinni að verða stærsti flokkurinn í öllu ESB. Samkvæmt skoðanakönnunum er búist við að flokkurinn fái um þriðjung atkvæða Frakka – sem þýðir að það mun fá 28 þingmenn – um það bil sama fjölda og CDU í Þýskalandi. Til samanburðar má nefna að Svíþjóð hefur alls 21 fulltrúa á ESB-þinginu.

Vinsældir Bardella flokksleiðtoga byggjast mikið á því, að hann gefur sér í raun tíma til að hlusta á og tala við kjósendur sína. Hann ólst sjálfur upp í háhýsi í úthverfi Parísar og telst því hafa fæturna á jörðinni og hafa góð tök á innflytjendatengdum vandamálum Frakklands. Er því öfugt farið með Emmanuel Macron og ráðherra hans sem oftast hafa yfirstéttarbakgrunn og hafa gengið í einkaskóla. Estaban Petitjean, 17 ára gamall, kom til að hlusta á Bardella. Hann telur, að aðrir franskir ​​stjórnmálamenn feli sig fyrir fólkinu. Hann segir:

„Það eru svo margir hræsnarar í pólitík og þá sérstaklega til vinstri. Fyrirgefðu orðbragðið, en þeir eru rasssleikjarar. Þeir elska ekki Frakkland en þeir elska allan heiminn og Frakkland kemur síðast.“

Talsmaður friðar í Úkraínu

Þjóðabandalagið nýtur stuðnings kjósenda vegna afstöðu sinnar í innflytjendamálum. Flokkurinn talar fyrir ströngum lögum og reglugerðum og að farandfólki sem brýtur af sér verði vísað úr landi. Flokkurinn hefur einnig fengið stuðning í afstöðu gegn elítunni. Flokkurinn gagnrýnir stjórnmálaelítuna og flóknar reglur ESB harðlega og heitir því að fjárfest verði í frönsku efnahagslífi og innlendri framleiðslu. Verkafólk eru helstu kjósendur flokksins.

Afstaðan til stríðsins í Úkraínu sker sig líka frá ráðandi flokkum. Þjóðabandalagið vill ekki senda vopn til Úkraínu. Flokkurinn er einnig á móti viðskiptaþvingunum gegn rússneskri orku. Flokkurinn hefur ítrekað talað fyrir friðarviðræðum og leggur til, að Krímskaginn verði viðurkenndur sem rússneskt landsvæði og að Úkraína verði ekki aðili að ESB eða Nató. Cedric Ratti, 32 ára segir:

„Við eigum ekki að að vera að leggja okkur í. Við höfum nóg af vandamál hérna. Mér finnst heldur ekki að það eigi að auka á hræðslu fólks.“

Eins og að Bardella skilji okkur

20 ára kjósandi Emmy Mouchet segir:

„Það heyrist, að hann hefur upplifað sjálfur það sem hann er að tala um. Hjá Macron eru þetta bara falleg orð en manni finnst eins og að Bardella skilji okkur.“ 

Rétt eins og Svíþjóðardemókratar fer flokkurinn ekki lengur fram á útgöngu úr ESB (eða evrunni) heldur segist vilja breyta sambandinu innan frá.

author avatar
Gústaf Skúlason

One Comment on “Franska Þjóðabandalagið gæti orðið stærsti flokkurinn á ESB-þinginu”

  1. Hvernig getur hann talist hafa báða fætur á jörðinni þegar hann býr í háhýsi?

Skildu eftir skilaboð