Afdráttarlaus viðvörun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til ríkisstjórnar Bidens

Gústaf SkúlasonEfnahagsmál, Erlent1 Comment

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS,  beindi skarpri viðvörun til Bandaríkjastjórnar í síðustu viku og sagði útgjöld Biden stjórnarinnar „farnar úr böndunum miðað við það sem krefst til að viðhalda stöðugleika í ríkisfjármálum til lengri tíma.”

Eitthvað mun gefa sig

Samkvæmt New York Post, þá varaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem vinnur gegn fjármálakreppu í heiminum, við því að sístækkandi ríkisskuldir í Bandaríkjunum feli í sér langtímaáhættu fyrir hagkerfi heimsins.

„Eitthvað mun gefa sig“ varaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn við í formála að efnahagsspá heimsins sem birt var á þriðjudag. AGS skrifar:

„Óvenjulegur árangur Bandaríkjanna að undanförnu er vissulega áhrifamikill og megin drifkraftur alþjóðlegs hagvaxtar. En hann endurspeglar einnig sterkar kröfur um aðhald í ríkisfjármálum sem farin er úr böndum miðað við sjálfbærni ríkisfjármála til langs tíma.”

Enginn ásetningur um að draga úr ríkisútgjöldum

Því miður hefur Biden-stjórnin ekki sýnt neinn ásetning um að hægja á útgjöldum sínum. Í síðasta mánuði lagði stjórnin fram gríðarmikla 7.3 trilljón dollara fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2025, að því er New York Post greindi frá.

Fjármálaráðuneytið greindi frá því, að ríkisskuldir myndu hækka í 45,1 billjón Bandaríkjadala árið 2034 samkvæmt fjárlagaáætluninni, samkvæmt New York Post.

Viðvörun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur þegar ríkisskuldir Bandaríkjanna eru að nálgast 35 billjónir dollara, en skuldafjallið hækkar um 1 billjón dollara á 100 daga fresti.

Kostnaður vegna skuldanna á ársgrundvelli aukast stöðugt og fóru vaxtagreiðslur bandarískra skulda yfir 1 trilljón dollara í október, samkvæmt Business Insider.

Það sem meira er, skuldir Bandaríkjanna sem hlutfall af landsframleiðslu, stefnir upp í hæstu hæðir. Samkvæmt skýrslu World Population Review eru Bandaríkin í níunda hæsta sæti í heiminum yfir ríki þegar hlutfall skulda er miðað við landsframleiðslu í heiminum. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 129%. Samkvæmt síðunni þarf hlutfallið að ver 77% eða lægra til að hvetja til innlends hagvaxtar.

Segja að allt sé Donald Trump að kenna

Samkvæmt Trump heilkenni ríkisstjórnarinnar, þá kennir Hvíta húsið Donald Trump fyrrverandi forseta um vandann. Michael Kikukawa, talsmaður Hvíta hússins sagði við N Y Post:

„Skattalækkanir Trumps hækkuðu skuldirnar um 2 billjónir dollara, peningar sem voru sendir til auðmanna og stórfyrirtækja. Núna leggja repúblikanar á þinginu til aðra 5,5 billjóna dollara í skattalækkanir fyrir þá ríku, á sama tíma og þeir hækka skatta á milljónir millistéttarfjölskyldna.”

Og lausn Biden á vandanum? Enn þá meiri skattar. Fjárlagatillaga Bidens felur í sér hækkun skatta á fyrirtækjum í 28% að lágmarksskatthlutfall fyrirtækja verði hækkað úr 15% í 21%.

Einnig er lagður til 25% lágmarksskattur á milljarðamæringa sem eru „skilgreindir sem einstaklingar með nettóeign upp á 100 milljónir dollara eða meira.” 

Hæstiréttur segir Bandaríkjaforseta ekki hafa vald til að fella niður námslán en Biden virðir úrskurðinn einskis

Samtímis þessum skattahækkunum reynir Biden að þvinga í gegn niðurfellingu námslána að upphæð 7,4 milljarða dollara. Biden er að reyna að fara aðrar leiðir en afturköllunaráætlunina sem hann reyndi að knýja fram á síðasta ári, sem Hæstiréttur felldi niður sem umfram vald forsetans samkvæmt II. grein stjórnarskrárinnar.

Búast má við að niðurfelling námsskulda muni kosta skattgreiðendur 84 milljarða dollara á næstu 10 árum.

Aðgerðir Biden hafa gert allt annað en að koma Bandaríkjunum á leið til efnahagslegrar velmegunar. Eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bendir á, þá mun kærulaus afstaða til útgjalda ríkisins hindra stöðugleika þjóðarbúsins í framtíðinni.

Einungis 28% Bandaríkjanna ánægðir með efnahagsstefnuna

Bandaríkjamenn eru sammála um að efnahagsástandið sé skelfilegt. Aðeins 28% Bandaríkjamanna telja efnahagsaðstæður prýðilegar eða góðar samkvæmt könnun Pew frá janúar. Á sama tíma heldur verðlag áfram að hækka. Verðbólgan var 3,5% frá mars 2023 til mars 2024 sem var hærra hlutfall en búist var við.

Biden-stjórnin þarf að minnka útgjöldin og draga peninga út úr hagkerfinu til að minnka verðbólguna. En í stað þess að draga úr ríkisútgjöldum er Biden staðráðin í að láta bandaríska skattgreiðendur bera byrðarnar vegna eyðslustefnu stjórnarinnar.

Hækkun skatta á fyrirtæki og eignir munu draga úr hagvexti. Hækkandi skatthlutfall mun valda því að fyrirtæki fjárfesta annars staðar sem skaðar bandaríska hagkerfið. Í þessu tilviki þurfa stjórnvöld að gera minna, ekki meira. Það þarf að minnka ríkisútgjöld en ekki auka þau.

Sjálf ríkisstjórnin er vandamálið

Þó að ummæli Ronald Reagans voru sögð á öðrum tíma, þá er mat hans á þeim vandamálum sem hrjáðu Bandaríkin og hann lýsti í setningarræðu sinni árið 1981, það sama sem gildir varðandi þau vandamál sem Bandaríkin standa frammi fyrir í dag:

„Í þessari kreppu sem nú er, eru stjórnvöld ekki lausnin á vanda okkar; ríkisstjórnin er vandamálið.”

Og eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn orðaði það, þá verður eitthvað að gefa sig.

Þessi grein birtist upprunalega í The Western Journal

 

author avatar
Gústaf Skúlason

One Comment on “Afdráttarlaus viðvörun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til ríkisstjórnar Bidens”

  1. 1929 verður barnaleikur miðað við crashið sem er að koma. Glóbalista veldið er hrunið, eina sem eftir er peningaþvottur á þeim fjármununum sem sendir eru til Úkraínu.

Skildu eftir skilaboð