Geir Ágústsson skrifar:
Ég las með bros á vör leiðara í Morgunblaðinu í dag sem var hvort í senn beittur og jarðbundinn. Hann fjallaði um loftslagsvísindin. Ég ætla ekki að endurbirta þennan leiðara því hann er jafnvel í sjálfu sér ástæða til að borga Morgunblaðinu fyrir aðgang að blaði dagsins en tek nokkrar tilvitnanir.
Það snúnasta við loftslagsvísindin er að það vantar dálítið upp á að þau séu vísindi. Forsenda trúarsetninga er að kenningin haldi þótt á móti öllum líkindum sé.
Vestrænar ríkisstjórnir telja óvarlegt að hugsa sjónarmið sín upphátt. Þær hafa, til að tryggja vinnufrið, skrifað undir að grípa skuli til björgunaraðgerða fyrir tiltekin tímamörk.
Vandinn við þá stefnu er að klukkan gengur. Bretar fluttu sín loforð aftur til ársins 2030 og allir vita að þegar þau tímamörk nálgast verða þau flutt aftur um 10 ár til viðbótar. Því reynslan sýnir að fimm ár líða of hratt þegar ekkert gerist.
Svo satt!
En að auki, sem miklu skiptir, að eingöngu við, dekurbörnin í vestrænum heimi, tökum þátt í loftslagsdansinum, á meðan 90% heimsbyggðarinnar láta sér fátt um finnast. Það dæmi gengur ekki upp frekar en önnur í þessu máli. En það telja loftslagspáfar hreint aukaatriði.
Svo satt!
Vestrænir blaðamenn geta ekki lengur ferðast til útlanda til að skamma fólk þar fyrir að eyðileggja loftslagið. Þeir eru núna rassskelltir og sendir heim með rauðan bossa eins og myndbandið hér að neðan sýnir.
Það er bara spurning um tíma þar til það verður búið að vinda ofan af þessari vitleysu. Þetta eru menn byrjaðir að sjá, meira að segja blaðamenn innan sumra af þessum hefðbundnu fjölmiðlum. Mikið var!