Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur birt „Bréf til borgaranna“ þar sem hann tilkynnir:
„að hann hætti öllum opinberum skyldum sínum til að staldra við og hugsa um framtíðina og ákveða hvort hann vilji halda áfram að vera í fararbroddi stjórnmálanna.“
Sánchez „vann“ síðustu kosningar á ólögmætan hátt, eftir að hafa brotið hátíðlegt kosningaloforð og komið á tilbúnum meirihluta með því að lögfesta sakaruppgjöf til katalónskra aðskilnaðarsinna.
Eiginkonan sætir rannsókn vegna spillingar
Eiginkona Sánchez sætir rannsókn vegna valdníðslu og spillingu. Sánchez er móðgaður og hótar að segja af sér forsetaembættinu vegna „pólitískra ofsókna.”
Sanchez skrifar m.a. á X:
„Það er ekki venja mín að ávarpa ykkur bréfleiðis. En alvarleiki árásanna sem ég og konan mín sitjum undir og nauðsyn þess að geta mætt þeim á yfirvegaðan hátt, gerir það að verkum, að ég held að þetta sé besta leiðin til að tjá skoðun mína. Ég þakka ykkur fyrir að taka smá tíma til að lesa þessar línur.”
„Eins og þið ef til vill vitið … þá hefur dómstóll í Madríd hafið forrannsóknir á eiginkonu minni, Begoña Gómez, að beiðni öfgahægrisamtaka sem kallast Clean Hands. Rannsóknin beinist að meintum glæpum vegna valdníðslu og spillingu í viðskiptum.”
Dómarinn í málinu mun kalla blaðamenn sem hafa fjallað um málið til að bera vitni. Sánchez segir. að eiginkona hans „muni verja heiður sinn og vinna með yfirvöldum í öllu sem þarf til að skýra staðreyndir.“
Stjórnarandstæðingur að baki ákærunni
Stjórnmálaandstæðingurinn Alberto Núñez Feijóo, forseti spænska þjóðarflokksins kærði eiginkonu Sánchez. Feijóo kærði málið til yfirvalda sem vaka yfir hagsmunaárekstrum og fór fram á, að forsætisráðherrann yrði lýstur vanhæfur til að gegna opinberu embætti.
Sánchez skrifar í bréfi sínu:
„Næst notfærðu þeir sér íhaldssaman meirihluta sinn í öldungadeildinni til að koma á fót rannsóknarnefnd til – eins og þeir segja, að skýra staðreyndir sem tengjast málinu. Rökfræðilega séð er enginn grundvöllur fyrir málinu.”
„Í stuttu máli er þetta einelti og niðurrifsstarfsemi á landi, sjó og í lofti, til að reyna að veikja mig stjórnmálalega og persónulega með því að ráðast á konuna mína.“
Pólitískar ofsóknir
Ráðist er á allt það sem Sánchez segist standa fyrir og er:
„Framsækinn pólitískur valkostur, sem milljónir Spánverja hafa stutt í hverjum kosningunum á eftir öðrum og byggist á efnahagslegum framförum, félagslegu réttlæti og lýðræðislegri endurnýjun.”
„Lýðræðið hefur sagt sitt en hægri og öfgahægri öflin sætta sig ekki við útkomu kosninganna. Þeir eru meðvitaðir um að stjórnmálaárás ein og sér myndi ekki duga og hafa brotið helgimörk fjölskyldulífs forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar með því að ráðast á einkalíf hans.“
Eftir miklar kvartanir og hafa útmálað stjórnarandstæðinga sína í verstu hugsanlegum litum, þá kemst Sánchez loksins að efninu:
„Á þessum tímapunkti er spurningin sem ég réttilega spyr sjálfan mig: Er allt þetta þess virði? Í einlægni sagt, þá veit ég það ekki. Þessi árás er fordæmalaus, hún er svo alvarleg og svo gróf að ég þarf að staldra við og hugsa um málið með konunni minni.”
„ … Ég þarf að staldra við og hugleiða. Ég verð fljótlega að svara spurningunni, hvort þetta sé þess virði … hvort ég eigi að halda áfram í forystu ríkisstjórnarinnar eða segja af mér þessari háu heiðursstöðu.“
https://twitter.com/sanchezcastejon/status/1783181535337734409?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1783181535337734409%7Ctwgr%5E957347b1109a68eedfd0ff9f3edf565647178304%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.thegatewaypundit.com%2F2024%2F04%2Fhis-wife-indicted-corruption-spanish-socialist-pm-sanchez%2F