Slóvakíski ESB-þingmaðurinn Miroslav Radacovsky sleppti dúfu á ESB-þinginu á miðvikudaginn.
Evrópa þarf frið
Sendi hann ESB-þinginu dúfuna sem boðskap um frið í Evrópu og heiminum. Miroslav Radacovsky er þingmaður „Slovak Patriot“ flokksins og er hann að hætta störfum sem þingmaður og sagði þetta síðasta boðskap sinn til á vegum ESB-þingsins. Hann óskaði þinginu, heiminum og Evrópu og þá sér í lagi Rússlandi og Úkraínu friðar. Eftir að hann sleppti dúfunni sagði hann á slóvakísku og ensku:
„Evrópa þarf frið.“
Velferð einnar dúfu meira virði en líf hundruð þúsunda fallinna í Úkraínu
Franska þingkonan Caroline Roose, sem tók til máls í kjölfarið, var ekki hrifin af þessu. Hún hélt því fram að það væri andstætt þingsköpum að nota lifandi dýr til að koma með pólitískar athugasemdir. Ásakaði hún kollega sinn um að sinna ekki velferð dúfunnar með því að taka hana með sér inn í þinghöllina. Roose sagði:
„Hvar er dýravelferðin í látbragði þessa ræðumanns? „Mér finnst þetta algjörlega óviðunandi.“
Greinilega skiptu líf hundruð þúsunda fallinna hermanna og óbreyttra borgara í Úkraínu engu máli samanborið við velferð dúfunnar.
Í þessari viku lýkur fimm ára kjörtímabili ESB-þingsins og kosningar til þingsins fara fram í júní n.k. Ekki er vitað um afdrif dúfunnar en hún flaug og settist á bord stjórnenda þingsins einum þingmanni til mikillar skelfingar.