Refsigjald á bændur, takmarkað málfrelsi og varnir Danmerkur gefnar til Úkraínu. Danska ríkisstjórnin hefur mörgum sinnum misstigið sig og núna sést árangurinn í skoðanakönnunum. Ríkisstjórn Danmerkur, undir forystu Mette Frederiksen, forsætisráðherra jafnaðarmanna, hefur að undanförnu staðið á bak við margar umdeildar tillögur. Ákveðið var í febrúar að gefa öll stórskotavopn danska ríkisins til Úkraínu. Í byrjun desember samþykkti þjóðþingið lög sem banna kóranbrennur. En það eru helst áform um að leggja refsiskatt á bændur sem ekki standast háar loftslagskröfur sem hefur fyllt mæli kjósenda.
Kjósendur flýja ríkisstjórnarflokkana
Í nýlegri skoðanakönnun sjást afleiðingarnar greinilega. Fylgi beggja stjórnarflokkanna, Jafnaðarmannaflokksins og frjálslynda Venstre, hefur bókstaflega hrunið. Í kosningunum 1. nóvember fengu jafnaðarmenn 27,5% og Frjálslyndir 13,3%.
Samkvæmt könnun sem fyrirtækið Megafon gerði fyrir hönd TV2 og Politiken, fá jafnaðarmenn 17,6% og Frjálslyndir 6,5%. Könnunin var gerð dagana 22. – 25. apríl þar sem rætt var við 1.014 manns eldri en 14 ára.