Biden: Bandarísk vopn munu gera heiminn öruggari

Gústaf SkúlasonErlent, hernaður, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Eftir að Biden-stjórnin tókst loksins að koma nýja herpakkanum sem metinn er á um 60 milljarða dollara gegnum þingið, þá tilkynnti forsetinn sjálfur að ný vopn yrðu send til Úkraínu þegar í þessari viku. Biden segir í fréttatilkynningu:

„Meirihluti í öldungadeildinni gekk til liðs við fulltrúadeildina til að svara kalli sögunnar á þessum mikilvægu tímamótum. Þingið hefur samþykkt löggjöf mína til að styrkja þjóðaröryggi okkar og senda skilaboð um vald bandarískrar forystu til umheimsins: Við stöndum staðföst fyrir lýðræði og frelsi og gegn harðstjórn og kúgun.“ 

Forsetinn sagðist skrifa þegar í stað undir hjálparpakkann „svo að við getum byrjað að senda vopn og búnað til Úkraínu í þessari viku.“ Biden fullyrti jafnframt:

„Þörfin er brýn: fyrir Úkraínu, sem verður fyrir stanslausum loftárásum frá Rússlandi; fyrir Ísrael, sem nýlega hefur orðið fyrir áður óþekktum árásum frá Íran; fyrir flóttamenn og þá sem verða fyrir barðinu á átökum og náttúruhamförum um allan heim, þar á meðal á Gaza, Súdan og Haítí; og fyrir samstarfsaðila okkar sem leita að öryggi og stöðugleika á Indó-Kyrrahafssvæðinu.“ 

„Þessi mikilvæga aðgerð mun gera land okkar og heiminn öruggari, þar sem við styðjum vini okkar sem verjast hryðjuverkamönnum eins og Hamas og harðstjórum eins og Pútín.“

Frá því að stríðið í Úkraínu hófst hafa vestrænir leiðtogar sent hjálparpakka að verðmæti amk. 380 milljarða dollara til Úkraínu.

Skildu eftir skilaboð