Lögreglan hótar að handtaka gyðing: „Sést að þú ert gyðingur“

Gústaf SkúlasonErlent, ÍsraelLeave a Comment

Myndskeið frá mótmælum gegn Ísrael í London nýlega sýnir, hvernig lögreglumaður hindrar mann með „kippu“  gyðingahúfu að fara yfir götuna. Segir lögreglumaðurinn að það „sjáist að hann sé gyðingur“ sem greinilega enginn má vera nálægt æstum stuðningsmönnum Hamas.

Lögreglumaðurinn beitir handleggnum til að hindra ferð gyðingsins og skipar honum að stoppa. Maðurinn svarar þá, að hann vilji halda ferðinni áfram en komið er í veg fyrir það.

Lögreglumaðurinn útskýrir síðan að maðurinn með kippuna sé allt of „gyðinglegur“ og að hann óttast, að það geti reitt stuðningsmenn Hamas til reiði.

Siðar sést annar lögreglumaður segja við manninn:

„Ef þú velur að vera hér áfram, þá verður þú handtekinn, vegna þess að þú ert að raska ró alls þessa fólks.“

Skildu eftir skilaboð