Steven Spielberg á að leikstýra kosningabaráttu Joe Bidens

Gústaf SkúlasonErlent, KosningarLeave a Comment

Kvikmyndaleikstjórinn frægi, Steven Spielberg,  tekur þátt í vinnu við endurkjör Joe Biden Bandaríkjaforseta, að því er NBC News greinir frá.

Samkvæmt heimildarmanni fréttastöðvarinnar snýst þetta um að móta stefnuna fyrir landsfund demókrata sem haldinn verður í ágúst.

NBC skrifar, að Spielberg sé „langtíma stuðningsmaður Biden“ og að leikstjórinn hafi tekið þátt í fjáröflunarherferð fyrir Biden í desember 2023. NBC greindi frá því í fyrra, að Hollywood eigi sér þá sögu að styðja demókrata.

Heimildarmaður „Deadline“ segir, að Spielberg vilji aðstoða Joe Biden eins mikið og hægt er og að kvikmyndaleikstjórinn líti á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember sem „mikilvægustu kosningarnar í sögu þjóðarinnar.“  Spielberg hefur áhrifastöðu í kosningabaráttu Bidens. The Hollywood Reporter skrifar:

„Steven Spielberg hjálpar til við að skipuleggja endurkjörsþing Joe Biden í Chicago. Spielberg gefur ráð um, hvernig Biden „miðlar framtíðarsýn sinni fyrir annað kjörtímabil á sem bestan hátt.“

Fulltrúar Spielberg vildu ekki tjá sig um gögnin.

 

Skildu eftir skilaboð