Dugin: Pútín ógnar alþjóðlegri dagskrá vestrænu elítunnar

Gústaf SkúlasonErlent, Stjórnarfar, Stjórnmál1 Comment

Andúð Vesturveldanna í garð Rússlands og Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, er ekki tilviljun eða einhver óskynsamleg breyting, heldur snýst hún um eitthvað dýpra: Um leið og Pútín komst til valda fór hann gegn þeirri alþjóðlegu dagskrá sem stjórnar Vesturlöndum. Þetta segir rússneski heimspekingurinn Alexander Dugin við blaðamanninn Tucker Carlson (sjá X hér að neðan).

Vesturlönd hafa fleygt lýðræðisstjórnarfari á ruslahaugana

Tucker Carlson spurði rússneska heimspekinginn Alexander Dugin hvers vegna vestræni heimurinn hafi farið út af sporinu og orðið svona sjálfseyðandi. Að sögn Dugin hefur nýtt form frjálshyggju tekið yfir Vesturlönd, þar sem lýðræðisstjórn hefur verið fleygt á ruslahaugana. Núna ræður minni hlutinn í staðinn yfir meiri hlutanum.

„Næsti áfangi: Nýfrjálshyggjan. Núna er það ekki meiri hlutinn sem stjórnar heldur minni hlutinn. Einstaklingsfrelsi er ekki lengur á blaði, heldur pólitískur rétttrúnaður.“

„Meirihlutinn er talinn hættulegur, vegna þess að hann getur kosið einhvern eins og Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Þess vegna reyna þeir að stjórna meirihlutanum. – Það er ekki lýðræði. Það er nú þegar komið alræði.“

Dugin segir að á endanum verður jafnvel „reynt að losa sig við mannkynið“ og koma á „transhumanisma“ með vísan til yfirlýsinga fólks með tengsl við World Economic Forum.

Hatrið á Pútín beinist gegn hefðbundnum gildum um fullveldi, kristni og kjarnafjölskyldunni

Tucker Carlson spyr Dugin einnig um allt hatrið í garð Pútíns. Í áratugi gátu sumir á Vesturlöndum varið og dáðst að Sovétríkjunum en það hvarf með Pútín. Samkvæmt heimspekingnum er um að ræða „dýpra“ hatur á því sem Pútín stendur fyrir, að halda í hefðir. Pútín lagðist gegn hnattvæðingunni.

Á Vesturlöndum ræður „framsækin“ elíta. Dugin segir:

„ Pútín hóf þegar í upphafi að draga Rússland út úr alþjóðlegum áhrifum. Hann lagðist gegn alþjóðlegri framsækinni áætlun glóbalismans. Þeir sem studdu Sovétríkin voru framsæknir og eru það enn. Þeim finnst núna, að þeir séu að eiga við einhvern sem deilir ekki framsækinni stefnu þeirra. Einhvern sem hefur með góðum árangri endurheimt hefðbundin gildi, fullveldi þjóðarinnar, kristni, hina hefðbundnu fjölskyldu.“

„Þeir skilgreina Pútín fyrir nákvæmlega það sem hann er; stjórnmálaleiðtoga sem ver hefðbundin gildi. Þetta er því engin tilviljun. Þetta er ekki bara óskynsamleg breyting frá samúð með Sovétríkjunum yfir í Rússafóbíu. Þetta er eitthvað dýpra.“

Engin kvikmynd á Vesturlöndum lengur með boðskap hins hefðbundna lífs

Hann bendir líka á, að hann viti ekki um eina einastu kvikmynd á Vesturlöndum sem fjallar um að snúa aftur til hefðbundins lífs. Stefnan er þveröfug:

„Kvikmyndirnar fylgja þessari „framsæknu“ dagskrá.“

Hlýða má á viðtal Tucker Carlson við Alexander Dugin á X hér að neðan:

One Comment on “Dugin: Pútín ógnar alþjóðlegri dagskrá vestrænu elítunnar”

  1. Sá þetta myndskeið fyrr í dag og líkaði vel. Snilldar skilgreining á þróun „liberalismans“ classical liberalism og nú neo liberalism eða liberal totalitarianism. Liberation from all collective identity’s .

Skildu eftir skilaboð