Rússnesk „Nató-sýning“ á herföngum frá Úkraínu

Gústaf SkúlasonErlent, Úkraínustríðið3 Comments

AP greinir frá því að Rússar sýni þung vestræn vopn sem tekin hafa verið af úkraínskum hersveitum á nýrri sýningu í Moskvu.

Rússneska varnarmálaráðuneytið stendur fyrir sýningunni sem var opnuð á miðvikudag við minnisvarða seinni heimsstyrjaldarinnar í vesturhluta Moskvu.

Gestir sýningarinnar geta meðal annars skoðað 30 mismunandi gerðir af vestrænum stórskotaliðsbúnaði eins og t.d. bandaríska M1 Abrams skriðdreka, Bradley stríðstæki, Leopard 2 skriðdreka, Marder brynvarðan mannflutningabíl frá Þýskalandi og franskt AMX-10RC brynvarið farartæki. Allt hertekið í Úkraínu.

Sýningin minnir á sýningar Rússa á herteknum tólum frá nasistum í seinni heimsstyrjöldinni

Á sýningunni, sem verður opin í mánuð, eru einnig skotvopn og ýmiss konar gögn.

AP skrifar, að sýningin sé haldin á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa tekið meira land í austurhluta Úkraínu. Hefur Rússland notfært sér tafir á stuðningi Bandaríkjahers við Kænugarð til að hrekja úkraínskar hersveitir lengra til baka.

Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, segir að sýningin í Moskvu sé snjöll hugmynd. Hann segir:

„Sýningin á herföngunum mun vekja mikinn áhuga meðal Moskvubúa, gesta í borginni okkar og allra íbúa landsins. Við ættum öll að fara og sjá illa farinn búnað óvinarins.“

Rússneskir stríðsbloggarar líkja sýningunni við sýningar á herteknum nasistabúnaði sem Sovétríkin héldu í síðari heimsstyrjöldinni og eftir að henni lauk.

Vesturlönd eru að eyðileggja heimsfriðinn

Maria Zacharova, fulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, segir að erlendir stjórnarerindrekar með aðsetur í Moskvu ættu að nota tækifærið og heimsækja sýninguna til að sjá hvernig „Vesturlöndin eru að eyðileggja heimsfriðinn.“ Zacharova sagði:

„Þessi sýning er áhugaverð fyrir alla þá sem enn trúa á hin goðsagnakenndu „vestrænu gildi“ eða taka ekki eftir stríðsmaníunni sem Nató hefur leyst úr læðingi gegn Rússlandi og þjóð okkar.“

3 Comments on “Rússnesk „Nató-sýning“ á herföngum frá Úkraínu”

 1. Djöfull er þetta flott hjá þeim 🙂

  Gústaf, ég hefði gaman af því ef þú myndir skoða það sem skítadreifarablaðramaðurinn hann Kristjá Kristjánsson er að byrta alla daga á DV í gegnum ást hans á Jótlands póstinum?

  hér eru góð dæmi um þessi skrif hans, endilega lestu þetta, mig langar að spyrja þig hvað þér finnst um þetta?

  https://www.dv.is/frettir/2024/5/2/bandarikin-sendu-ukrainu-nytt-vopn-med-mikilli-leynd/
  https://www.dv.is/frettir/2024/4/30/telja-ad-450-000-russneskir-hermenn-hafi-fallid-eda-saerst/

  hér er svo grein sem hann skrifaði um mig vegna þess að ég reyndi að leiðrétta bullið í honum og svona beitti hann sér gegn mér,

  https://www.dv.is/eyjan/2022/08/27/hjalpum-ara/

  þessi kauni svaraði mér aldrei á emailinu heldur réðist gegn mér undir verndarvæng síns vinnuveitanda með stuðningi kommentakerfisins þar sem misgáfaðir einstaklingar hjóla í mig án þess að vita nokkuð hvað er í rauninni satt og rétt í þessari grein hans.

  endilega lest þennann fróðleik?

 2. Sæll Ari og takk fyrir athugasemd. Ég játa að ég hef ekki haft mikinn tíma til að lesa allt sem er í íslenskum fjölmiðlum en ég kíkti á þessar greinar sem þú vísar til hér. Þetta er einhliða pólitískur rétttrúnaður sýnist mér, tekin upp sú hlið sem Nató og Pentagon vilja halda að almenningi á Vesturlöndum. Með einhliða á ég við að enginn áhugi er á að sýna aðrar hliðar málsins sem blaðamönnum ber skylda til að gera. Það er upplýsingastríð í gangi og ritskoðun á Vesturlöndum. Rússneskir fjölmiðlar til dæmis bannaðir innan ESB. Blaðamaðurinn sem þú vísar í beitir ritskoðunartöktum. Hann virðist ekki hafa mikil málsrök. En þeir sem eru sannleikans megin halda ótrauðir áfram.

 3. Takk fyrir að skoða þetta Gústaf.

  Það er magnað að þessi kauni sem fær að leika lausum hala á DV hefur ekki rænu að skrifa undir eigin nafni heldur felur sig bak við ritstjórnina á miðlinum, það er magnað að þessi maður er sennilega í ritsjórninni og þar með talið á launum hjá þessum miðli. Á systurmiðlinum Vísi er annar svona skítadreifari Samúel Karl Ólason, báðir þessir aðilar eru með krónist hatur á Rússlandi og Donald Trump.

  Ég sendi í haust leiðréttingu á þennann Samúel út af stríðinu í Úkraínu þar sem ég vitnaði í samtal við vin okkar Douglas Macgregor. Hann Samúel svaraði mér með þeim rökum að Macgregor væri drullusokkur og fáviti!
  Ég held reyndar að þessi Samúel sé original þroskaheftur, öll hans skrif eru á þá veru. Ef fólk skoðar Facebook síðuna hjá honum þá bera myndirnar sem hann setur inn öll þau merki.

Skildu eftir skilaboð