Aðvörun Rússa eftir stigmögnun Breta: „Rússland svarar alltaf“

Gústaf SkúlasonErlent, Úkraínustríðið1 Comment

Nýjar yfirlýsingar frá David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, eiga á hættu að auka enn frekar spennuna milli Nató og Rússlands. Ráðherrann lýsti því yfir, að það væri frjálst fyrir Úkraínu að nota bresk vopn á rússneskri grund. Áður fyrr var alltaf sagt, að vopnin mætti einungis nota innan landamæra Úkraínu. Yfirlýsingin verður ekki túlkuð á annan hátt en að verið er að hvetja Úkraínu til að ráðast á Rússland með langdrægum eldflaugum. Þetta er nýtt hjá Vesturlöndum og breyting á afstöðu þeirra til stríðsins.

Frjálst að nota bresk vopn til árása á rússnesk svæði

Til að forðast stigmögnun hefur afstaðan í Bretlandi sem og öðrum Nató -ríkjum verið sú, að vopn sem send eru til Úkraínu verði einungis notuð innan landamæra landsins. Núna segir breski utanríkisráðherrann, David Cameron, hins vegar að úkraínska hernum sé frjálst að nota vopn frá Bretlandi til árása á rússnesk svæði. Samkvæmt Reuters sagði Cameron eftirfarandi:

„Úkraína hefur þennan rétt. Nákvæmlega eins og Rússar gera árásir á Úkraínu, þá er hægt að skilja að Úkraína finni þörfina til að verja sig.“

Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að Úkraína gerði á tímabili nokkrar árásir á olíuhreinsunarstöðvar í Rússlandi.

María Zakharova, fulltrúi utanríkisráðuneytisins

Rússland „svarar alltaf“

Sú staðreynd að nú megi beita vopnum frá Vesturlöndum á rússneskri grundu hefur vakið mikla reiði í Moskvu og núna vara rússneskir valdhafar við afleiðingunum.

Maria Zakharova, fulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, segir yfirlýsingu Camerons óábyrga:

„Hvílíkt ábyrgðarleysi ef að menn átta sig ekki á því, hvað slíkar yfirlýsingar geta haft sérstaklega í för með sér gagnvart löndum með kjarnorkuvopn. Við svörum alltaf.“

Dmitry Peskov, fulltrúi rússnesku ríkisstjórnarinnar, varar einnig við afleiðingum yfirlýsingarinnar:

„Þetta er bein stigmögnun spennunnar í Úkraínudeilunni sem getur mögulega stofnað öryggi Evrópu í hættu.“

One Comment on “Aðvörun Rússa eftir stigmögnun Breta: „Rússland svarar alltaf“”

  1. Snarklikkaðir og veruleikafirrtir leiðtogar Vesturlanda eru tilbúnir í WWIII, en hvernig endar það? Rússar munu ná markmiðum sínum að taka til baka rússnesk svæði sem voru yfirfærð til Úkraínu í tíð Sovétríkjanna, er almenningur á Vesturlöndum virkilega tilbúin að fórna öllu til að stoppa aðgerðir Rússa? Ef leiðtogar Vesturlanda munu halda áfram að stigmagna átökin þá er stutt í kjarnorkustríð.

Skildu eftir skilaboð