Sjáið Heimsmálin á myndbandi hér

Gústaf SkúlasonErlent, HeimsmálinLeave a Comment

Frá upphafi hefur þátturinn Heimsmálin með þeim Margréti Friðriksdóttur og Gústafi Skúlasyni verið í hljóðformi og ekki á myndbandi.

En núna verður þar breyting á 20. þátturinn var tekinn upp í gær og myndband klárað í dag sem sést hér að neðan. Næsti þáttur verður með beinum myndum í stað hljóðbútum með tilvitnunum í ummæli fólks.

Það er mjög spennandi að læra nýju tæknina og þó það taki smá tíma, þá vonumst við til að geta byrjað að framleiða alla viðtalsþætti og umræðuþætti á myndrænu formi í framtíðinni.

Við vonumst til að áheyrendum líki við þróunina og alltaf gott að fá að heyra skoðanir um hvað við getum gert sem betur má fara og verður til að þróa Fréttina áfram sem einn öflugasta fréttamiðil landsins.

Fréttin hefur sannleikann að leiðarljósi, virðir heiðarlega blaðamennsku og verður aldrei „vók“ þ.e.a.s. fellur aldrei í gryfju pólitísks rétttrúnaðar. Lesendur og áheyrendur geta reiknað með því að fá fréttir um mikilvæg mál sem stóru miðlarnir annað hvort reyna að þegja í hel eða þora ekki að taka upp af ýmsum ástæðum.

Við hvetjum fólk til að koma í áskrift og bendum auglýsendum á að núna eru í gangi hagstæð tilboð að birta auglýsingar á vefnum okkar. Heimsóknir aukast stöðugt á heimasíðuna og við finnum fyrir auknum áhuga landsmanna að fylgjast með og taka til sín alvöru upplýsingar.

Sjá má myndskeið Heimsmálanna hér að neðan:

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð