Fréttir berast af því, að rússneska utanríkisráðuneytið hafi kallað breska sendiherrann inn á teppið og gert honum grein fyrir því, að ef skotið verði á rússneskt landsvæði með langdrægum breskum flaugum, þá muni Rússar svara fyrir sig með árásum á breskar herbækistöðvar og herbúnað í Úkraínu sem og „annars staðar.“
Hótun Rússa kemur í kjölfar yfirlýsingar utanríkisráðherra Bretlands Davíd Cameron sem m.a. voru gerð skil í þætti Fréttarinnar Heimsmálin sem hljóðritaður var á laugardaginn. Cameron bókstaflega hvatti Úkraínumenn til að nota bresk vopn til að gera árásir á Rússland.
Hefur yfirlýsing breska ráðherrans skiljanlega vakið illsku í Rússlandi og viðbrögðin þau, að Rússar túlka yfirlýsinguna sem stríðsyfirlýsingu Bretlands gegn Rússlandi.
Meira um málið kemur fljótlega.