Scania að þrotum komið vegna fjárfestinga í rafvörubílum

Gústaf SkúlasonErlent, Loftslagsmál, RafmagnsbílarLeave a Comment

Stjórnmálamenn beygja sig í lotningu fyrir grænu umskiptunum en raunveruleikinn er í engu samræmi við grænt trúboð þeirra. Rafbílamarkaðurinn er lýsandi dæmi um það. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldi Scania aðeins 47 rafvörubíla. Til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti vegna þessarar röngu fjárfestinga í rafbílaframleiðslu, þá krefst fyrirtækið, að stjórnmálamenn setji ný lög sem þvingi fólk til að kaupa rafbíla.

Vandræði milljarða fjárfestingu Scania í framleiðslu rafbíla hófst með því, að rafgeymafyrirtækið Northvolt átti í erfiðleikum með að útvega rafgeyma í bílana, þótt síðar hafi ræst úr þeim málum. Salan er á botninum: einungis 47 rafvörubílar hafa selst á fyrsta ársfjórðungnum í ár. Það er 36% samdráttur. Jennie Cato, fulltrúi Scania segir í viðtali við SVT:

„Við höfum í rauninni lagt allt fyrirtækið að veði. Við höfum fjárfest milljörðum í margar verksmiðjur. Án réttra pólitískra ákvarðana verður framtíðin óviss fyrir alla atvinnugreinina eftir slíkar fjárfestingar.“

Markaðurinn sýnir engan áhuga og fyrirtækið situr uppi með stórar verksmiðjur án nokkurrar framleiðslu. Ein þeirra er verksmiðja Scania fyrir rafhlöðusamsetningu í Södertälje.

Sala dísilknúinna vörubíla á fullu

Scania segir innviði ekki næga fyrir rafhleðslu bílanna. Einnig eru rafvörubílarnir allt of dýrir. Scania kallar núna eftir „aðgerðum löggjafans vegna vistkerfisins svo við hægt sé að koma rafvörubílunum í gang.“

Carup segir, að samtímis haldi sala á dísilbílum áfram að aukast.

Skildu eftir skilaboð