Í Brussel lokuðu borgaryfirvöld nýlega ráðstefnu íhaldsmanna. Að sögn hollenska réttarheimspekingsins Evu Vlaardingerbroek, þá ógnar Brussel tjáningarfrelsinu en alls ekki Ungverjaland eins og ESB heldur fram. Þetta segir hún í viðtali við HirTv (sjá X að neðan).
Sænskir jafnaðarmenn vilja að ESB reki út lönd með „röng gildi“
Í síðustu viku tilkynntu sænskir jafnaðarmenn, að ESB eigi að hafa möguleika á að útiloka þau lönd sem teljast hafa „röng gildi“ og eru ekki lýðræðisleg að mati ESB. Spjótunum er beint að Ungverjalandi og öðrum löndum sem vilja ekki falla á hné fyrir framan hirðina í Brussel.
En hver er það í raun og veru sem vinnur gegn lýðræðinu? Þegar ráðstefna íhaldsmanna NatCon var stöðvuð í Brussel tímabundið gat hún engu að síður hafist að nýju eftir að úrskurður dómstóls dæmdi lokunina ólöglega.
„Kommúnistar sendu líka lögregluna á mig 1988″
Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands skrifaði á X (sjá að neðan):
„Belgíska lögreglan ákvað að loka NatCon ráðstefnunni í Brussel, aðeins tveimur tímum eftir að hún hófst. Ég býst við að þeir geti ekki sætt sig við málfrelsið lengur. Síðast þegar þeir reyndu að þagga niður í mér var þegar kommúnistar sendu lögregluna á mig árið 1988. Við gáfumst ekki upp þá og við gefumst ekki upp í þetta skiptið heldur!“
Ungverska HirTv spyr réttarheimspekinginn Evu Vlaardingerbroek um tjáningarfrelsið í Benelux-löndunum samanborið við Ungverjaland. Hún svaraði:
„Þetta er satt best að segja eins og nótt og dagur. Það er skondið, því í Brussel benda þeir á ykkur í Ungverjalandi og segja að réttarríkið eigi undir högg að sækja, ráðist sé á fjölmiðlafrelsi og málfrelsið sé undir árásum. En þið bannið ekki ráðstefnur.“
Sýndu sitt rétta andlit
Eva Vlaardingerbroek heldur áfram:
„Brussel er sagt vera hjarta evrópska lýðræðisins. Þar hafa andófsraddir auðvitað alltaf verið hæddar og rægðar en núna er verið á virkan hátt að loka á þær. Þeir reyndu það með lögreglunni. Svona lagað sér maður í einræðisríkjum og það er það sem við erum að fást við hér í Brussel. Þeir hafa sýnt sitt rétta andlit.“
Hér að neðan má heyra Evu ræða málin og þar fyrir neðan er færsla Orbáns um einræðisofsóknir kommúnista áður fyrr og ESB núna í hans garð: