Írar mótmæla fjöldainnflutningnum

Gústaf SkúlasonErlent, InnflytjendamálLeave a Comment

Írska þjóðin er búin að fá nóg og Írar streyma út á götur til að mótmæla hömlulausum fólksinnflutningi. Þegar upp er staðið, þá háði þessi hugrakka þjóð ekki stríð gegn breska heimsveldinu bara til að verða fangi glóbalista-ESB og glataðri og fullkomlega lamandi stefnu sambandsins.

RTE News greinir frá: Mikill mannfjöldi tók þátt í mótmælagöngu gegn öllum fólksinnflutningi í miðborg Dublin síðdegis í dag. Skömmu fyrir klukkan 15:00 gengu mótmælendurnir frá Minnisgarðinum og með fram O’Connell Street, þar sem mikill fjöldi lögreglumanna var viðbúinn.

Stuðningmenn Hamas komu í veg göngunnar og stóð lögreglan á milli kallandi hópanna. Mótmælagangan gegn fólksinnflutningum flutti síðan til Customs House Quay, þar sem haldinn var fjöldafundur.

Á fundinum voru slagorð gegn ríkisstjórninni kyrjuð: „Komum þeim burt, komum þeim burt.“ Jafnframt var stjórnarandstaðan gagnrýnd.

Fjöldi leiðtoga hélt ræður, þar á meðal frambjóðendur í komandi sveitarstjórnar- og Evrópukosningum. Hermann Kelly, leiðtogi Írska frelsisflokksins gagnrýndi stjórnarandstöðuna Sinn Fein harðlega.

GB News greinir frá því, að Hermann Kelly sagði mótmælendur senda „afar skýr skilaboð um að Írland væri fullt“ og að ríkisstjórnin ætti fyrst og fremst „að hýsa Íra.“

Mótmælendurnir hrópuðu að „Sinn Fein væru svikarar“ sem er nýtt í írskum stjórnmálum. Hermann Kelly sagði að Sinn Fein hefðu afhjúpað sig í flóttamannadeilunni:

 „Þetta hefði aldrei gerst fyrir tveimur árum en fólk hefur núna séð í gegnum þetta. Ég held að Sinn Fein hafi verið afhjúpaður sem fjöldainnflytjendaflokkur opinna landamæra.“

Það skapar möguleika á fullveldisflokki eins og Írska frelsisflokknum sem berst fyrir lýðræðislegum sjálfsákvörðunarrétti írsku þjóðarinnar.

Kelly bætti við:

„Þeir trúa á aðild að ESB, að undirkasta sig Evrópusambandinu. Við erum á móti því öllu.“

Hér að neðan er myndskeið frá mótmælunum:

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð