Stærsta fljótandi sólarorkuver heims eyðilagðist í roki

Gústaf SkúlasonErlent, OrkumálLeave a Comment

Stærsta fljótandi sólarorkuver í heimi, staðsett við Omkareshwar stífluna í Madhya Pradesh á Indlandi, eyðilagðist í óveðri 9. apríl 2024 (sjá X að neðan) nokkrum dögum áður en formleg opnun þess átti að fara fram. Hið metnaðarfulla græna verkefni varð fyrir reiði náttúruaflanna, þegar rokkviðurnar rifu upp sólarrafhlöðurnar „með rótum“ og skildu eftir ónýtar sem skæðadrífu á vatni stíflunnar.

Samkvæmt Lokmat Times, þá var hin fljótandi sólarverksmiðja sameiginlegt verkefni milli Madhya Pradesh ríkisstjórnar Indlands og orkufyrirtækisins „National Hydroelectric Power Corporation, NHPC.“ Sanjay Dubey, yfirmaður endurnýjanlegrar orku sagði:

„Omkareshwar stíflan er byggð á Narmada ánni sem er vatnsorkuverkefnið okkar. Þarna framleiðum við orku úr vatni sem nær yfir um 100 ferkílómetra svæði. Þetta er mikil vatnssöfnun og vatnsborðið helst stöðugt.“ 

Með 600 MW fljótandi sólarorkuveri átti að efla orkuframleiðslugetu ríkisins verulega. Þessi metnaðarfulla tilraun endaði hins vegar í risastórum mistökum.

Sólarorkuverið átti að verða stærsta fljótandi sólarorkuver heim. Í staðinn varð það áberandi áminning um takmörk endurnýjanlegrar orku og þá hættu sem myndast, þegar stórum grænum verkefnum er forgangsraðað af blindum metnaði sem er á skjön við raunveruleikann.

 

 

 

Skildu eftir skilaboð