Vesturlönd hafa þegar snúið sér að fasisma, þar sem stjórnmálamennirnir starfa núna að hagsmunagæslu stórfyrirtækja. Það segir ESB-þingkonan Christine Anderson í viðtali við The Highwire.
Eins og í Covid-faraldrinum taka stjórnmálamenn hagsmuni stórfyrirtækja fram yfir skjólstæðinga sína. Christine Anderson segir:
„Það er afar mikilvægt að fólk vakni og fari að skilja hvað er í gangi. Fólk spyr mig alltaf, hvernig nasistar gátu tekið völdin á þriðja áratugnum og að fólk leyfði því að gerast. Lítið í kringum ykkur! Það er einmitt það sem er í gangi núna.“
Fasismi er samkvæmt skilgreiningu stjórnarform þar sem fyrirtæki og ríki ganga saman í úrvalsdeild samfélagsins sem er stjórnað að ofan og einstaklingurinn er settur á lægri stall. Christine heldur áfram:
„Ríkisstjórnir gera stórfyrirtækjum, lyfjarisunum „Big Pharma“ eða hvað það nú er, mögulegt að græða milljarða á milljarða ofan með því að taka féð af skattgreiðendum.“
„Það er sjálf skilgreiningin á fasisma. Það er það sem fasismi er. En fólk sér það ekki.“
Hér að neðan má sjá stuttan bút úr viðtalinu og allt viðtalið þar fyrir neðan.