Jón P. Ziemsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis í dag. Umræðuefnið var þróun íslenskunnar, rit og málfærni sem hefur farið mikið aftur á meðal nemanda sem mörg hver eru hætt að geta lesið sér til gagns, og skilja ekki einföld orð eða t.d. fyrirsagnir á fréttamiðlum.
Jón greinir frá því að Jafnréttisstofa Reykjavíkurborgar hvetji grunnskólanna til þess að nota ekki orðin „strákur og stelpa“.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir þáttastjórnandi spurði Jón hvað honum finnist um þetta, og svaraði hann því að mikilvægt sé að umræða sé í samfélaginu um þessi mál. Þá sé einnig mikilvægt að einhver beri ábyrgð á slíkri stefnu, en enginn virðist vilja taka ábyrg á stefnunni og einungis vísað til Jafnréttisstofu.
Börn skilja t.d. ekki setninguna „hjartað dælir blóði“ og einfaldar setningar, um er að ræða allt að 40% nemenda sem er gríðarlega hátt hlutfall, segir Jón.
Staðan í leikskólunum er einnig slæm, í sumum hverfum eru 18-40% starfsmenn af erlendu bergi brotin og þar eru mörg erlend börn einnig, og er því ekki möguleiki fyrir þessi börn að læra góða íslensku.
„Það er verið að hafa tækifæri til lífsgæða af börnum sem ná ekki góðu valdi á íslenskunni, og bara tækifæri til alls, því að komast áfram í lífinu, þá þarf maður að geta tjáð sig í ræðu og riti,“ segir Jón.
Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér neðar: