300 milljón dollara „skjól loftslagshræsnarans“ Mark Zuckerberg

Gústaf SkúlasonErlent, LoftslagsmálLeave a Comment

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er þekktur fyrir að hafa „verulegar áhyggjur“ af loftslagsbreytingum. Græna trúin hefur hins vegar í engu komið í veg fyrir að hann sigli um höfin á 300 milljón dollara lúxussnekkju sem er lengri en fótboltavöllur og hefur þyrlupall. Snekkjan var áður í eigu rússneska ólígarksins Vladimir Potanin, eins ríkasta manns Rússlands. Ráða þarf áhöfn til að sigla snekkjunni sem knúin er áfram af fjórum dísilvélum. Hugsjónir grænu orkunnar hurfu með vindinum.

The Hindustan Times lýsir  300 milljón dollara lúxussnekkju Zuckerberg sem „skjóli loftslagshræsnarans.“ Í nýjastu færslu gortar Mark Zuckerberg  sig af nýjasta leikfanginu, 300 milljón dollara lúxussnekkju. Forbes áætlar hreinar eignir Zuckenberg vera 180 milljarða dollara, þannig að 300 milljónir eru bara brot af því. Snekkjan lítur út eins og vera tekin úr James Bond kvikmynd, tæknilega fullkomin með innréttingu sem er full af töfrandi eiginleikum. Það stöðvar þó ekki gagnrýnisraddirnar á Internet. Þvert á móti er snekkja talin vera „skjól loftslagshræsnarans.“

Myndband á TikTok (sjá að neðan) fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Stóra skipið, sem nú liggur að bryggju í Fort Lauderdale, Flórída, er ófeimið að sýna lúxusinn. Espen Øin International hannaði snekkjuna sem smíðuð var í Hollandi. Fyrirtækið lýsir snekkjunni með „sléttu, marglaga ytra byrði með sterkum stálskrokk og yfirbyggingu úr áli.“

 

Skildu eftir skilaboð