Ísrael komst áfram í úrslitakeppni Eurovision

frettinErlent, TónlistLeave a Comment

Ísraelska söngkonan Eden Golan, komst áfram í úrslitakeppni Eurovision ásamt níu öðrum löndum eftir undanúrslitin í kvöld.

Golan mun nú flytja lagið "Hurricane" aftur á laugardagskvöldið þar sem 26 löndin sem eftir eru berjast um titilinn.

Þrátt fyrir fjölmenn mótmæli gegn Ísrael sem efnt var til fyrr í dag í Malmö, létu áhorfendur víðs vegar um Evrópu það ekki á sig fá, og kusu söngkonuna glæsilegu sem þótti bera af í keppninni, og flutningurinn óaðfinnanlegur.

Skildu eftir skilaboð