Fækkun barneigna er áhrifaríkasta aðferðin til að berjast gegn meintri loftslagskreppu og koma í veg fyrir heimsendi. Sænska kirkjan ætti því að afhenda söfnuðinum smokka á eftir guðsþjónustur. Kallið kemur frá Susanne Wigorts Yngvesson, siðfræðiprófessor við Enskilda háskólann í Stokkhólmi.
Brýnast að eignast engin börn
Siðfræðiprófessorinn kemur með tillöguna í nýrri ritstjórnargrein í málgagni kirkjunnar, Kyrkans tidning. Hún telur of miklar umræður fari í hvað við eigum að borða, hvernig við ferðumst og hvernig kirkjan eigi að fara með skóglendi sín. Hún leggur því til tvö mál til viðbótar: bílferðir og barneignir. Hún skrifar:
„Ef að dagskrá sænsku kirkjunnar á að beina kastljósinu að aðgerðum í loftslagsmálum, þá ætti brýnasta aðgerðin að vera að fæða færri börn, helst engin.“
Slík ráðstöfun mun hafa gríðarlegar afleiðingar að öðru leyti, viðurkennir hún. Engu að síður væri hún eðlileg miðað við meint neyðarástand í loftslagsmálum.
Úthlutun smokka ætti að vera hluti af verkefnum kirkjunnar
Að sögn Wigorts Yngvessonar væri úthlutun smokka eftir guðsþjónustur og tónleika leið fyrir sænsku kirkjuna til að stuðla að fækkun barneigna. Þess vegna ætti ætti slík ráðstöfun að vera hluti af framkvæmdaáætlun kirkjunnar til að ná núlllosun í loftslagsmálum. Önnur leið væri að verðlauna þá starfsmenn sem eignast engin börn.
Eftir síðasta fund kirkjustjórnar var aðalritara falið að móta „áþreifanleg og rekjanleg áfangamarkmið og aðgerðaáætlanir“. Aðhaldsmál barna er ein slík áþreifanleg aðgerðaáætlun og því ætti að hvetja framkvæmdastjórinn til að færa rök með eða á móti þessu máli. Eftir fimm ár verður sænska kirkjan að eigin ákvörðun að vera loftslagshlutlaus, svo engir þættir mega vera óafgreiddir fyrir þá leið fram í tímann – ef kirkjunni er alvara með að „gera það sem hún getur.“