Ef ESB fær að ráða: Skólpi breytt í drykkjarvatn

Gústaf SkúlasonErlent, Evrópusambandið, LoftslagsmálLeave a Comment

Neysluvatn fæst í dag úr grunnvatni, vötnum og lækjum en á þurrum sumrin er hætta á að uppsprettur minnki vegna þurrka. Maria Takman hefur nýlega doktórerað hjá háskólanum í Lundi í listinni að breyta skólpi í drykkjarvatn. Von er á nýrri skipun frá ESB bráðlega í sama máli: Endurvinna það sem kemur úr klósettum manna svo hægt sé að skipa fólki að drekka hinn dýrmæta vökva.

Eigum að líta á skólpið sem „auðlind“

Í dag er skólp aðeins hreinsað að því marki sem verndar umhverfið sem skólpið er losað í eins og sjó, vötn eða ár. Boðskapurinn er, að ef vökvinn er hreinsaður enn frekar, þá sé hægt að nota skólpið til drykkjarvatns. Maria Takman lauk nýlega doktorsprófi í vatnsveitu- og frárennslistækni við tækniháskólann í Lundi. Hún segir:

„Það er í raun mun dýrari kostur að afsalta sjó, því saltjónirnar eru svo litlar og erfitt að sía þær út. Sameindir í skólpinu eru stærri. Því er við hæfi að fara að líta á skólp sem auðlind.“

Venjulega er salernisskólpið ekki endurnýtt í Svíþjóð. Að sögn Takman er þekking takmörkuð á því hvernig það megi gera á sem skilvirkastan hátt. Með vísan til meintra loftslagsbreytinga mun ESB bráðlega koma með nýja tilskipun til að stuðla að endurnýtingu skólpsins.

Árangur ofar vonum

Að sögn Maria Takman er tækni nútímans til að framleiða drykkjarvatn bæði dýrt og orkufrekt ferli. Núna hefur hún, ásamt fyrirtækinu Österlen VA, metið umtalsvert ódýrari aðferð þar sem frárennslisvatnið er fyrst hreinsað í líffræðilegum tanki og þar næst með kornuðu virku koli. Á síðasta stigi er vatnið er vatnið síðan sótthreinsað með útfjólubláu ljósi. Árangurinn varð ofar björtustu vonum:

„Í tveimur vísindagreinum hef ég greint fyrir því, hvað varð eftir af hundruðum efna og örvera, eins og lyfjum, málmum og bakteríum. Niðurstöður mínar sýna, að okkur tókst að fjarlægja nánast öll skaðlegu efnin sem við greindum. Í einföldu máli má segja að virka kolefnið fjarlægi efni á meðan útfjólublá ljósið gerir örverur skaðlausar.“

„Þetta þýðir að hreinsistöð sem eingöngu er ætlað að hreinsa skólp gæti í raun uppfyllt öll viðmiðunarmörk fyrir gæði neysluvatns með tiltölulega einföldu viðbótarferli.“

Maria Takman og Österlen VA vonast til þess, að endurunnið skólp geti í byrjun nýst til að vatna garða eða tún.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð