Hollenska Eurovision framlag söngvarans Joost Klein, er til skoðunnar hjá skipuleggjendum keppninnar vegna óútskýrðs „atviks“ – og mun hann ekki æfa aftur fyrr en málið hefur verið rannsakað að fullu.
Hollenski söngvarinn missti af næstsíðustu æfingu keppninnar í Malmö í Svíþjóð í dag, þar sem hann átti að flytja lag sitt Europapa, rétt á undan Ísraelsku söngkonuni Eden Golan, sem syngur lagið Hurricane.
Myndband sem birt var á X sýndi framleiðanda keppninnar tilkynna að Klein myndi ekki koma fram á æfingunni, og vakti það óp frá áhorfendum.
Evrópska útvarpssambandið (EBU), sem skipuleggur Eurovision, sagði í yfirlýsingu: „Við erum núna að rannsaka atvik sem okkur var tilkynnt um þar sem hollenski listamaðurinn kemur við sögu. Hann mun ekki æfa fyrr en annað verður tilkynnt.
„Við höfum engar frekari athugasemdir að svo stöddu og munum uppfæra þegar fram líða stundir“
Live video of booing after official announcement of #“ not performing in tonight’s Jury Show pic.twitter.com/35niLQPlBr
— Alessandro Cavaliere (@cava_tappo) May 10, 2024
Klein hafði verið hluti af undirbúningi keppninnar í upphafi æfingarinnar, þar til alvarlegt atvik kom upp og komst því ekki á svið vegna „atviksins“ sem fyrirhugað var um 30 mín. síðar.
Síðar var staðfest hinn 26 ára söngvari myndi ekki koma fram á lokaæfingunni á og að rannsóknin væri „enn í gangi.“
EBU sagði að viðræður væru einnig í gangi á milli EBU og Avrotros, hollenska ríkisútvarpsins.
Ekki er enn ljóst hvort Klein spilar í stóru úrslitakeppninni í Eurovision á morgun.
Fréttin verður uppfærð.
Nú er ljóst að Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því rétt í þessu.
Áður var talað um að upptaka af framkomu Klein á fimmtudaginn yrði spiluð í kvöld en nú segja forsvarsmenn Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) að Hollendingar verði ekki með í keppninni að svo stöddu.
Í yfirlýsingu frá EBU segir að kona sem vinnur við söngvakeppnina hafi kvartað yfir Klein í kjölfar þess að hann flutti lag sitt Europapa á fimmtudagskvöldið. Kvörtunin, sem sögð er snúast um „hótanir“ er til rannsóknar hjá lögreglu í Svíþjóð og var Klein yfirheyrður í gær.
Í yfirlýsingunni segir að enginn annar tónlistarmaður komi að þessu atviki.
Þar segir einnig að engin „óviðeigandi hegðun“ sé liðin þegar kemur að Eurovision. Hegðun Klein hafi verið metin sem brot á reglum keppninnar.