Harari: Mannréttindi og þjóðir eru „skáldskapur“

Gústaf SkúlasonErlent, Fasismi, WEF6 Comments

„Mannréttindi“ sem svo margir vestrænir stjórnmálamenn hafa verið að pæla í lengi, eru í raun ekki til heldur bara tilbúin skáldsaga. Það sama gildir um þjóðir, sagði ísraelski prófessorinn Yuval Harari í TedxTalks fyrir 9 árum síðan (sjá YouTube að neðan). Það er vert að rifja upp þessa kenningu prófessors Harari í dag. Hann er helsti hugmyndafræðingur glóbalismans og boðberi stjórnarhátta fasisma á Vesturlöndum.

Guð er skáldskapur sem er dreift um allt

Prófessor Yuval Noah Harari, þekktur frá World Economic Forum, útskýrir að mannréttindi séu bara hugarburður sem fólk hefur búið til:

„Mörg, kannski flest réttarkerfi í heiminum í dag byggjast á þessari hugmynd um mannréttindi. En mannréttindi eru alveg eins og himnaríki, eins og Guð, skálduð saga sem við höfum fundið upp og dreifum um allt. Þetta getur verið mjög falleg saga, þetta getur verið mjög aðlaðandi saga – við viljum trúa því. En þetta er bara saga.“

Maðurinn hefur ekki meiri „réttindi“ en marglytta

„Þetta er ekki raunveruleikiinn. Þetta er ekki líffræðilegur veruleiki. Rétt eins og marglyttur, skógarþrestir og strútar hafa engin réttindi, þá hefur homo sapiens engan rétt heldur. Taktu mann. Skerðu hann upp. Kíktu inn og þú munt finna blóð, hjarta, lungu og nýru, en þú munt ekki finna nein réttindi. Eini staðurinn sem þú finnur réttindi er í skálduðum sögum sem fólk hefur fundið upp og dreifir.“

Þjóð er skáldskapur eins og Guð

Sama á við á öðrum sviðum, bendir hann á.

„Ríki og þjóðir eru líka, eins og mannréttindi, eins og Guð, eins og himnaríki, bara sögur. Fjallið er veruleiki. Þú getur séð það, snert það, jafnvel fundið lykt af því. En Ísrael eða Bandaríkin eru bara sögur. Mjög kröftugar sögur, sem við trúum ef til vill mjög vel. En þetta eru samt bara sögur. Þú getur ekki séð Bandaríkin. Þú getur ekki snert þau eða lyktað af þeim.“

author avatar
Gústaf Skúlason

6 Comments on “Harari: Mannréttindi og þjóðir eru „skáldskapur“”

  1. Það er svo sannarlega andlegt stríð í gangi í heiminum, á milli guðlegra afla í sál mannsins og illra anda. Það er í fullu samræmi við orð Frelsarans sem má finna í Guðspjöllunum, m.a. „Sá sem gengur í myrkri veit ekki hvert hann fer. Trúið á Ljósið svo þér verðið Börn Ljóssins.“ (Jóhannes 12:35-36)
    Guð er engin skáldskapur, Guð er skaparinn og allur alheimurinn ber þess merki í snilldarlegri hönnum. Það er staðreynd sem ekki verður neitað (nema af þeim sem láta illa anda afvegaleiða sig). Kristur er Ljósið sem vísar manninum veginn til sannleikans og góðra guðlegra gilda sem bera ávöxt.

  2. Einar, getur þú lagt fram eina sönnun þess að Guð sé ekki skapari alheimsins?
    Í alheiminum birtist flókið og fínstillt regluverk sem bendir ótvírætt til sköpunar alheimsins, án vitræns regluverks í náttúrunni væru engar forsendur fyrir sköpun lífsins. Vísindin vitna um stórkostlegan uppbyggðan alheim. Þetta er staðreynd, eða eins og stjarneðlisfræðingurinn Edward Milne sagði, „Sýn okkar á alheiminn er ófullkomin án Guðs“.
    Það er segja að ´Guð er ekki til´ byggist eingöngu á hroka og vanþakklæti guðleysingjans. Sannanir um yfirnáttúrulega sköpun alheimsins og lífsins eru allt í kringum okkur, frá fínstillingu fasta eðlisfræðinnar til flókna verkferla frumunnar.

  3. Fólk hefur þau réttindi sem fólk ákveður sameiginlega að það hafi. Eins er með lögin. Um leið og fólk tekur ákörðun um að lög og réttur séu til (og viðurlög, séu lögin brotin) þá er allt þetta til og virkar í mannheimum. Eins er með Guð. Ef ég trúi á Guð þá er sú hugmynd að minnsta kosti til hausnum á mér og hefur áhrif á hvað ég geri og geri ekki. Þar með er sá Guð sem ég trúi á beinlínis að verki í veröldinni.

  4. Páll, þvílíkur hroki að fullyrða, ´þar með er sá Guð sem ég trúi á beinlínis að verki í veröldinni´.
    Hversu sjálfhverft getur fólk orðið í hugsun sinni og trú? Alheimurinn fylgir lögum sem voru fyrirskipuð áður en maðurinn birtist í heiminum. Það að segja að ´um leið og fólk tekur ákvörðum um að lög og reglur séu til, þá er þetta til og virkar í mannheimum. Eins er með Guð´. Vá, hvílík guðsdýrkun á sjálfum sér!
    Aðeins Guð setur lög Alheimsins og ákvarðar Siðalögmálið sem er algilt. Fólk hefur hins vegar Frjálsan Vilja til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þannig er það líka í þjóðfélögum, lög mannsins eru breysk og geta breyst frá einni kynslóð til hinnar næstu. En maðurinn breytir ekki lögum eðlisfræðinnar, t.d. massa rafeindarinnar, náttúrulögin breytist ekki eftir duttlungum mannsins.

  5. Einar, það er tilgangslaust að rökræða að skynsemi við guðleysingja eins og þig. En þú viðurkennir þó að, ´það getur vel verið að einhver hugsun sé að baki sköpum alheimsins´. Hver er það annar en Guð?
    En þú telur að Satan sé til og ´er sá sem berst gegn mismunun og illgjörðum guðs´. Vá, hvað þú ert illa andsetinn!

  6. Einar, er ekki allt sem þú heldur fram skáldskapur, sem byggist eingöngu á þínum lífsviðhorfum og trú?
    Tíminn tilheyrir efnislegum alheimi, en Guð er yfirnáttúrulegur og eilífur. Jesús sagði, ´Guð er andi´. Sem er erfitt fyrir suma að skilja.

Skildu eftir skilaboð