Váboðarnir og Kári

frettinInnlent, Jón Magnússon1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Váboðarnir Víðir Reynisson og fyrrum sóttvarnarlæknir, sem um árabil voru með vinsælasta sjónvarpsþátt landsins, þar sem þeir upplýstu almenning iðulega um tóma vitleysu, vegna Kóvíd faraldursins hafa nú lagst á árar með öðrum stuðningsmönnum Katrínar Jakobsdóttur um að reyna að koma henni á Bessastaði. 

Veirutríóið er fullskipað, þó landlæknir hafi ekki enn tekið sér stöðu með þeim Víði og Þórólfi, þar sem Kári Stefánsson forstjóri, hvers fyrirtæki högnuðust hvað mest á ákvörðunum veirutríósins og ríkisstjórnarinnar í Kóvídinu hefur tekið sér stöðu sem millirödd í tríóinu í stað landlæknis. 

Greinilegt að mikil vá er fyrir dyrum, þar sem hætta getur verið á að almenningur hafi aðra skoðun en hin nýja stétt, Nómen Klatúra eins og það hét í Sovét á sínum tíma. Þess vegna eru þeir raftar sem hafa boðað ógn og hamfarir, verði þeim ekki hlýtt í einu og öllu, á sjó dregnir til að tryggja að almenningur lúti vilja Nómen Klatúrunnar hinnar nýju stéttar sem öllu vill ráða. 

Í tilviki hins nýja veirutríós sem syngur nú boðskap sinn í hefðubundinni "falsettó" eru menn vanir að þeim sé hlýtt hvort heldur það eru ráðherrar sem og óbreytt alþýðufólk. Þess vegna er Katrín Jakobsdóttir æskilegur frambjóðandi, þar sem þeir hafa reynslu af því að hún hlýði þeim, hvað sem líður þjóðarhag. 

Nú skal fólk hlýða Víði og forðast það sem sérfræðingarnir Kári og Þórólfur bannfæra. 

Í lýðræðisríki er það nú samt enn þannig, að við kjörborðið í lýðræðislegum kosningum erum við öll jöfn. Lýðræðið fer ekki í manngreinarálit og Víðir, Þórólfur og Kári eru ekkert merkilegri kjósendur eða leiðbeinendur í lýðræðislegu atferli en aðrir. 

Lýðræðisleg skylda fólks er að treysta eigin dómgreind og kjósa þann til forseta, sem við teljum hæfastan. Við látum ekki erkiklerka ofurvalds hinnar "Nýju stéttar" segja okkur eða skipa okkur fyrir verkum við kjörborðið. 

Hér neðar má sjá samhljóma stuðningsyfirlýsingar við Katrínu frá Kára og Þórólfi:

One Comment on “Váboðarnir og Kári”

  1. Katrín skeit upp á bak þegar hún hljóp frá eldgosinu og Grindvíkingum, um leið og hún sýndi forsætisráðherraembættinu, ríkisstjórninni, Alþingi og þjóðinni þá fyrirlitningu að hlaupa fyrirvaralaust frá starfi sínu, eins og hún hefði unnið í einhverri pylsusjoppu. Eiga kjósendur svo bara að halda áfram að treysta henni? Hve sljó er eiginlega talið að við séum?

Skildu eftir skilaboð