Villuráfandi sauðir í Jafnréttisnefnd Kennarasambandsins

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Innlent, SkólamálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Grein Völu Hafstað hefur fengið mikla athygli. Menn eru sammála henni um tungumálið okkar, íslenskuna. Vala kallar þá sem herja á tungumálið, eins og veira herjar á líkamann, hermenn nýlenskunnar. Grunnskólakennarar leggjast svo lágt að láta börn leiðrétta rétt málfar segir Vala. Þeir grunnskólakennarar fara í búning hermannanna. Hvers eiga börnin að gjalda? Hvaða skólastjóri samþykkir slíkt skemmdarverk á íslenskunni?

Jafnréttisnefnd lagði fram ályktun á tveimur síðustu þingum Kennarasambandsins. Undir forystu kynjafræðingsins Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur skyldi hernaðurinn um kynlaust tungumál hefjast. Vanþekking nefndarmanna á íslenskri málfræði er hrópandi. Ragnar Þór, fyrrverandi formaður KÍ, notaði ekki stöðu sína til að eyðileggja tungumálið. Sama gerði Þorgerður Diðriksdóttir, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara. Þau sýndu tungumálinu virðingu og notuðu eins og kennarar og lýðurinn hefur lært.

Annað er upp á tengingum nú þegar Magnús Þór Jónsson og Mjöll Matthíasdóttir sitja í formannssætunum. Breyta skal íslenskunni til að þóknast umræddum hermönnum. Afkynjun tungumálsins heitir það hjá Kennarasambandi Íslands. Formennirnir virðast hafa gleymt að líffræðilegt kyn og kyn í tungumáli er ekki það sama eins og Vala Hafstað hefur bent á. Það eru aumir formenn í stjórn Kennarasambands íslands sem standa ekki með íslenskri tungu. Enginn úr stjórn gerði það á þingunum. Ekkert ÞEIRRA!

Svo langt ætlar formaður KÍ og stjórn hans að ganga að þeir leita nú að nýju orði fyrir formaður. Magnús Þór gerði góðlátlegt grín af því á ráðstefnu sem KÍ hélt í byrjun apríl, en fullur ásetningur til staðar, afkynja á íslenskuna sem notuð er í sambandinu.

Aðför að málfræðigrunninum segir Vala og Kennarasamband Íslands státar sig af slíkri aðför. Breytir félagsmanni í félagsfólk, breytir allir í öll, þau í stað þeir… o.s.frv. Formenn KÍ og Fg setja kennarastéttina niður sem þau segja á góðum dögum að séu sérfræðingar.

Tungumálið er bundið með málfræðinni er hvorki skoðun eða tilfinning manna. Málfræðinni verður ekki breytt nema tungumálið verði tekið til alls herjar endurskoðunar.

Kennarar sitja uppi með stjórnir sem er á valdi hermanna nýleskunnar. Hvernig dettur þessu fólki í hug að ræða verndun tungumálsins á tyllidögum en nauðga íslenskunni inn á milli?

Hér má hlusta á Völu:

Skildu eftir skilaboð