Ritskoðunarlög aldarinnar – má refsa fyrir allt sem hefur verið skrifað

Gústaf SkúlasonErlent, Fasismi, Ritskoðun1 Comment

Í fleiri vestrænum ríkjum grípa stjórnvöld og stjórnmálamenn til víðtækra aðgerða til að ritskoða hvers kyns gagnrýnisraddir. Núna er komin lagatillaga í Kanada sem eru alvarlegt högg á tjáningarfrelsið, verði hún samþykkt.
Tjáningarfrelsinu er alvarlega ógnað í Kanada. Sagt er að tilgangur lagafrumvarpsins „Online Harms Bill C-63″ sé að berjast gegn „hatursglæpum,“ misnotkun og ofbeldi gegn börnum sem og efni sem hvetur til ofbeldisfullra öfga og hryðjuverka.

Myrk dagskrá á bak við falleg orð

Hins vegar er hundur grafinn á bak við tillöguna. Samkvæmt The People’s Voice munu lögin ekki aðeins ná yfir það sem skrifað er eftir að þau taka gildi. Þau munu einnig gilda um „allar færslur sem hafa verið birtar.“

Rachael Thomas, þingkona Íhaldsflokksins

Að sögn Rachael Thomas þingkonu Íhaldsflokksins og Muriel Blaive sagnfræðings geta einstaklingar notfært sér lögin. Sá sem rekst á „hatursfulla“ færslu getur tilkynnt hana nafnlaust til „mannréttindadómstóls.“ Sá sem er „sekur“ um færsluna gæti þurft að greiða allt að 7 milljónum íslenskra kr. sekt. Eina leiðin til að forðast sektina er að fara vandlega í gegnum allt sem skrifað hefur verið og birt og eyða öllu því sem gæti talist áhættusamt. Sem sagt: Þvinguð sjálfsritskoðun.

WEF að baki frumvarpsins

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem frelsinu er ógnað á slíkan grófan hátt í Kanada. Þett er heldur ekki í fyrsta skiptið sem slíkt gerist á valdatíma Justin Trudeau forsætisráðherra. Meðan á heimsfaraldrinum stóð voru sett hörð málfrelsislög fyrir þá sem mótmæltu lokunum. Meðal annars var bankareikningum þeirra sem tóku þátt í Frelsislestinni lokað.

Í janúar 2024 fengu mótmælendur rétt fyrir dómi sem taldi að stjórnvöld hefðu brotið lög. Þetta var alvarlegt áfall fyrir Trudeau og landsmönnum varð ljóst, að ríkisstjórn hans var reiðubúin að brjóta lög til að framfylgja eigin málum.

Justin Trudeau er í nánum tengslum við myrkraöflin í World Economic Forum, WEF, sem sameinar stjórnmála-, efnahags- og menningarelítu heimsins. Bróðir Trudeu segir Trudeu vera „strengjabrúðu WEF.“

Aukin andspyrna

Elon Musk eigandi X bregst við fréttinni um nýja lagafrumvarpið (sjá X að neðan). Í einni færslu skrifar hann að „það hljómar brjálæðislega ef satt er!“ Jordan B. Peterson, sálfræðiprófessor, staðfestir að upplýsingarnar séu réttar. Hann segir frumvarpið það „vera næst Orwell sem lagt hefur verið fram í hinum vestræna heimi“.

Þessi fyrirhugaða allsherjar árás á tjáningarfrelsið í Kanada ætti ekki að fara fram hjá neinum og mögulega er Kanada notað í tilraunaskyni til þess síðar að leggja á svipuð lög annars staðar í hinum vestræna heimi.

 

One Comment on “Ritskoðunarlög aldarinnar – má refsa fyrir allt sem hefur verið skrifað”

  1. Við, á Vesturlöndum (sem erum í stríði í Úkraínu til að ´vernda´ lýðræðið) erum að sjá síðustu leyfar lýðræðis og málfrelsis í Evrópu og Norður-Ameríku daga uppi. Heimskur og andvaralaus almenningur þegir þunnu hljóði og lætur hina djöfullegu valdaelítu ná sínum markmiðum.

Skildu eftir skilaboð