ESB lönd tilbúin að vísa úkraínskum karlmönnum úr landi til Úkraínu

Gústaf SkúlasonErlent, Úkraínustríðið1 Comment

Fleiri ESB-ríki opna á það að senda úkraínska karlmenn á heraldri, sem flúðu stríðið til baka til Úkraínu. Meðal annars eru Pólland, Litháen og Þýskaland að undirbúa eða skoða slíkar aðgerðir.

Úkraínska hernum vantar sárlega, ekki aðeins vopn, heldur einnig hermenn til að senda á vígvöllinn. Sagt er, að það þurfi allt að hálfa milljón nýrra hermanna til að standast yfirstandandi sókn Rússa. Stór hluti íbúa Úkraínu hefur flúið land eða yfir tíu milljónir.

Pólland og Litháen

Fyrir tveimur vikum hættu úkraínsk stjórnvöld að sinna ræðisþjónustu við úkraínska karlmenn á heraldri sem fóru úr landi. Reglurnar hafa einnig áhrif á þá Úkraínumenn sem hafa búið og starfað erlendis í mörg ár, löngu fyrir innrás Rússa. Tilgangurinn með nýju reglunum er að gera úkraínskum karlmönnum erfiðara fyrir að komast hjá herskyldu í heimalandi sínu.

Að vera neitað um vegabréf og aðra sendiráðsþjónustu er samt ekki rétta leiðin til þess að Úkraínumenn snúi sjálfviljugir heim til að vera sendir í „kjötkvörnina“ eins og vígvöllurinn er kallaður. Mörg ESB-ríki vilja því núna aðstoða við smölun á úkraínskum mönnum á herskyldualdri. Wladyslaw Kosiniak-Kamysz, varnarmálaráðherra Póllands, sagði fyrir tveimur vikum:

„Við höfum lengi lagt til að við getum aðstoðað úkraínsku hliðina að tryggja að fólk sem á að vera í herþjónustu fari til Úkraínu.“

Stjórnvöld í Litháen segjast núna einnig reiðubúin til að senda úkraínska karlmenn til baka til Úkraínu.

Þýskaland líka

Það eru fleiri en Pólland og Litháen sem lofa Úkraínu aðstoð við að hafa uppi á úkraínskum karlmönnum sem fela sig í ESB til að komast hjá herskyldu í Úkraínu. Roman Poseck, innanríkisráðherra í þýska sambandsríkinu Hesse, er einnig jákvæður í garð hugmyndarinnar.

Tillaga Poseck gengur út á að þýsk yfirvöld neiti Úkraínumönnum án gildra vegabréfa um framlengingu á dvalarleyfi þeirra. Þannig er hægt að þvinga þá til baka til Úkraínu. Hann sagði á sunnudag í viðtali við þýska ARD:

„Þetta þýðir að við tökum einnig þátt í að tryggja að Úkraína geti notað menn í stríðið sem hafa flúið erlendis.“

Innanríkisráðherrann vísar því á bug, að það sé brot á alþjóðalögum að vísa einhverjum úr landi í vopnuð átök. Poseck segir að „Úkraína sé ekki óréttlátt ríki.“

One Comment on “ESB lönd tilbúin að vísa úkraínskum karlmönnum úr landi til Úkraínu”

  1. Afhverju eru konur ekki kvaddar í herinn. Kynjabarátta kvenna hefur fengið stórt pláss síðan 1960. Afhverju er ekki kynjabarátta karla gegn kynbundnu ofríki stjórnvalda um allar jarðir? Það er versta sort af ofbeldi að stytta líf manna niður undir tvítugt án skyljanlegs tilgangs. Stríð er viðbjóður og það er ósanngjarnt að senda bara karlmenn í stríð en ekki konur og ..hvár. Það ætti að vera frjálst val hjóna t.d að einn fullorðinn frá hverju heimili færi í herinn og hitt yrði heima með börnin. Ég sem hélt að gamla kynjakerfið væri úrelt og feðraveldið dautt, í stríði gylda greinilega gömlu reglurnar. Allir eldri en 18 geta breytt kyn skráningu sinni í þjóðskrá án þess að þurfa að svara fyrir það eða sanna með neinum hætti. Ég held það gæti verið ágætt að græja það, svona til öryggis..

Skildu eftir skilaboð