Yfir 100 þúsund manns sóttu útifund Trumps í New Jersey

Gústaf SkúlasonErlent, Trump1 Comment

Með hverju nýju fantabragði sem Demókratar beita gegn Donald Trump þá virðist það aðeins auka fylgi hans. Trump hélt útifund í Wildwood, New Jersey í gær laugardag og var talið að um 100 þúsund manns hafi sótt fundinn. Er þetta stærsti stjórnmálafundur sem nokkurn tíma hefur verið haldinn í sögu ríkisins. Það vakti mikla kátínu, þegar Trump fékk tvo þekkta þeldökka íþrótta menn upp á sviðið og annar þeirra sagði og benti á Trump:

„Ég hef kosið demókrata alla ævi en ekki lengur eftir að ég hitti þennan mann. Ég sagði fjölskyldunni minni frá því og enginn þeirra ætlar að kjósa demókrata aftur.“

Þegar flugvélin Trump Force One flaug yfir svæðið fyrir fundinn, höfðu 80 þúsund manns þegar safnast saman og biðu eftir forsetaframbjóðanda sínum.

Hér að neðan eru nokkrar myndir og myndskeið af mannfjöldandum og orðum Trumps um þennan gríðarlega fjölda:

 

 

 

One Comment on “Yfir 100 þúsund manns sóttu útifund Trumps í New Jersey”

Skildu eftir skilaboð