71% af íbúum Evrópusambandsríkja segja ESB hafa tekið á móti of mörgum innflytjendum

Gústaf SkúlasonErlent, Evrópusambandið, InnflytjendamálLeave a Comment

71 prósent aðspurðra Evrópubúa telja að land þeirra hafi tekið á móti of mörgum innflytjendum. Þetta kemur skýrt fram í nýrri könnun sem enn og aftur staðfestir að fjöldi innflytjenda hafi hvorki haft né nýtur stuðnings meðal almennings. Hinn hömlulausi innflutningur er hluti af stærri áætlun sem engin lýðræðisleg ákvörðun hefur verið tekin um.

Evrópubúar verða sífellt neikvæðari gagnvart hömlulausan innflutningi farandfólks. Það er skýr niðurstaða könnunar sem BVA Xsight gerði fyrir ARTE Europe Weekly. Að baki könnuninni er fransk-þýska sjónvarpsstöðin ARTE GEIE og spænska dagblaðið El País. Könnunin er gerð vegna komandi ESB kosninga í næsta mánuði. Könnunin var gerð á tímabilinu 27. mars til 9. apríl í 27 aðildarríkjum og rætt var við 22.726 manns eldri en 15 ára með dæmigert úrtaki frá hverju landi.

90% Grikkja segja Grikkland hafa tekið á móti of mörgum innflytjendum

Könnunin sýnir að 85% aðspurðra telja, að ESB verði að grípa til fleiri ráðstafana til að berjast gegn svo kölluðum „óreglulegum“ innflytjendum – þ.e.a.s. ólöglegum innflytjendum. Einungis 39% segja að ESB þurfi á innflytjendum að halda.

Grikkir eru fyrir löngu búnir að fá upp í kok, því 90% þeirra segja að Grikkland hafi takið á móti of mörgum innflytjendum. Hér að neðan má sjá kort í litaskala en virkt kort, þar sem tala hvers lands sést þegar músin fer yfir má sjá hér:

Löndin þar sem flestir telja innflytjendur vandamál eru Búlgaría (74% svarenda), Tékkland (73%), Ungverjaland og Kýpur (68% í báðum tilvikum). Það er þversagnakennt að á Ítalíu, þar sem flestir innflytjendur komu ólöglega inn á síðasta ári (157.652), töldu aðeins 44% svarenda það sem vandamál og aðeins 14% töldu það helsta vandamálið. Í Grikklandi telja flestir (90%), að land þeirra taki við of mörgu farandfólki.

Innflytjendamálin mikilvægust
Fyrir utan innflytjendamálin er heilsan stærsta áhyggjuefni ESB-búa (41%). Síðar kemur stríðið í Úkraínu (38%). Umhverfið og verðbólgan eru jöfn í þriðja sæti, 24%. Röð mikilvægustu mála er mismunandi eftir löndum. Í Frakklandi er kaupmátturinn aðal áhyggjuefnið; í Póllandi er það öryggið; Írar eru uppteknir af húsnæðismálum og Spánverjar hafa miklar áhyggjur af atvinnuleysi.
Könnunin kemur einum mánuði áður en yfir 400 milljónir manns frá 27 löndum Evrópusambandsins geta kosið fulltrúa til ESB-þingsins. Kosningarnar fram á tímabilinu 6. – 9. júní.
Einungis þriðjungur telur að ESB hafi jákvæð áhrif

Einungis þriðjungur aðspurðra segja, að ákvarðanir ESB hafi jákvæð áhrif á líf þeirra. Einungis í Portúgal segir meirihlutinn (51%), að ESB hafi jákvæð áhrif á lífið.

Einungis 9% líta á sig frekar sem Evrópubúa en landinu sem þeir tilheyra.

63% vilja fá vopnahlé í Úkraínustríðinu

62% óttast yfirvofandi heimsstyrjöld við Rússland. Óttinn er sterkastur hjá löndum með landamæri að Rússlandi. Einungis 30% telja að ESB hafi hernaðarlega getu til að verjast hugsanlegri árás. Þrátt fyrir að 61% styðji aðild Úkraínu að ESB, þá eru þeir fleiri – 63% – sem vilja að samkomulag um vopnahlé verði gert. Þau lönd sem mest styðja frið og vilja samninga við Pútín (Ungverjaland, Tékkaland, Austurríki, Búlgaría) eru einnig mest andvíg aðild Úkraínu að ESB.

43% segja baráttu gegn hamfarahlýnun mikilvægasta málið

43% telja baráttuna gegn hamfarahlýnun mikilvægasta málið, aðallega í löndum Suður-Evrópu (Malta, Ítalía, Portúgal, Kýpur og Spánn). 82% finnst loftslagsmálin mikilvæg.

Skildu eftir skilaboð