Forsætisráðherra Svíþjóðar opnar á kjarnorkuvopnabirgðir í Svíþjóð

Gústaf SkúlasonErlent, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Varnarsamningur Svíþjóðar við Bandaríkin hefur valdið miklum áhyggjum meðal sænsku þjóðarinnar, sérstaklega varðandi hættuna á kjarnorkuvopnum á sænskri grundu. Stjórnmálamennirnir hafa sagt að slíkt komi ekki til greina. Núna segir hins vegar Ulf Kristersson forsætisráðherra það sem margir óttuðust: „Geyma má kjarnorkuvopn í Svíþjóð.” Varnarsamningurinn við Bandaríkin, svokallaður DCA (Defense Cooperation Agreement), þýðir að Bandaríkin fá aðgang að 17 sænskum herstöðvum.

Líkt við hernaðarlega uppgjöf

Samningurinn hefur verið harðlega gagnrýndur. Til dæmis hafa rithöfundurinn Jan Guillou og Hans Blix fv. utanríkisráðherra Svíþjóðar líkt samningnum við uppgjafarsamninga. Helsta gagnrýnin snýst um að ekkert bann er við kjarnorkuvopnum á sænskri grund í samningnum. Varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Pål Jonson, reynir að vísa málinu á bug. Stjórnmálamenn hafa meðvitað sett málið fram á loðinn hátt, til að reyna að sneiða hjá gagnrýnisröddum.

Kjarnorkuvopn „verða að vera í lýðræðisríkjum”

Í viðtali mánudagsmorgun við Sveriges Radio (SR) tekur Ulf Kristesson forsætisráðherra, hins vegar af skarið. Kristersson segir:

„Ef Svíþjóð dregst inn í styrjöld við okkur á landi okkar eftir árás annarra, þá er það allt önnur staða. Þá hafa allir í Nató hag af kjarnorkuhlífinni sem verður að vera til í lýðræðisríkjum svo framarlega sem ríki eins og Rússland eiga kjarnorkuvopn.”

Sjálfstæðið glatað

Vegna fyrirhugaðrar veru Bandaríkjahers í Svíþjóð er hætta á að Svíþjóð og Svíar dragist inn í stríð, eingöngu vegna Bandaríkjanna. Ef kjarnorkuvopnum verður komið fyrir á sænskri grundu mun það einnig gera Svíþjóð að skotmarki kjarnorkuárásar.

Ef samkomulagið verður samþykkt á þinginu, þá mun það svipta frelsið af öllum Svíum til að ákveða sjálfir, hvort þeir taka þátt í stríði. Með bandaríska hermenn og vopn á sænskri grundu yrðu það einungis Bandaríkin sem tækju slíka ákvörðun fyrir Svía.

Meirihluti sænska þingsins vill samninginn

Samkvæmt upplýsingum mun þingið greiða atkvæði um samninginn 18. júní. Bæði Græningjaflokkurinn, Vinstriflokkurinn og óháði þingmaðurinn Elsa Widding hafa lofað því að greiða atkvæði gegn samningnum. En að hann verði felldur á þinginu er lítil hætta, þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru allir fyrir samninginn. Einungis ef kjarnorkuógnin fái verulega athygli Svía og þeir flykkjast í miklum mótmælum gæti það ef til vill þrýst á einhverja stjórnmálamenn en líkurnar eru sem sagt eins og útlitið er núna nánast núll fyrir þá sem vilja, að Svíþjóð haldi áfram að vera hlutlaust, utan hernaðarbandalaga og verka fyrir frið.

Skildu eftir skilaboð