Slóvakía og Nýja Sjáland samþykkja ekki tillögur WHO

Gústaf SkúlasonErlent, WHOLeave a Comment

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, vill knýja fram nýjan heimsfaraldurssáttmála sem myndi veita stofnuninni gífurlegt vald ef nýr heimsfaraldur kemur upp. Nú kýs Slóvakía að segja kröftuglega nei við þessum tillögum.

Fréttin.is hefur að undanförnu greint frá áformum WHO um samþykkts nýs heimsfaraldurssáttmála ásamt breytingum á alþjóðlegum heilbrigðisreglum sem bornar verða upp til atkvæðis á þingi WHO í Genf í lok maímánaðar. Verða tillögurnar samþykktar, þá fær WHO einkarétt til að skilgreina hvað teljist heimsfaraldur og alræðisvald til að fyrirskipa, hvernig eigi að bregðast við. Verða þau lönd sem samþykkja tillögurnar þá að lúta ákvörðunum WHO sem verða lagalega bindandi. WHO mun þá hafa heimild til að þvinga lönd til að setja takmarkanir, kaupa sprautur osfrv.

Neita að fórna fullveldinu

Á föstudaginn tilkynnti Peter Kotlár (sem er ábyrgur fyrir viðbragðsáætlun ríkisstjórnar Slóvakíu gegn Covid-19), að Slóvakía muni ekki samþykkja fyrirhugaðan heimsfaraldurssáttmála segir í frétt sænsku Frelsisfrétta.

Heilbrigðisráðuneyti Slóvakíu lýsti því yfir að það muni ekki styðja tillögu sem grefur undan fullveldi Slóvakíu. Auk Slóvakíu hefur Nýja Sjáland einnig sagt að það muni ekki fallast á nýja sáttmálann.

Meðan á kórónufaraldrinum stóð, þá gátu einstök lönd tekið eigin ákvarðanir. Til dæmis voru takmarkanir Svía vægari en í mörgum öðrum löndum. Svíar munu ekki geta brugðist við á sama hátt eftir að landið samþykkir tillögurnar.

 

Skildu eftir skilaboð