Álft réðist á hund í Hafnarfirði

frettinInnlentLeave a Comment

Fremur sjaldgæft atvik kom upp í tjörninni í Hafnarfirði í gær, þegar að álft réðist á hund sem var að svala þorsta sínum og fá sér smá sundsprett í leiðinni. Líkur eru á að álftin hafi verið að verja hreiður unga sinna, en það er varptími eins og stendur. Álftir eiga það til að verða mjög grimmar ef að einhver nálgast hreiðrin.

Eigandi hundsins segir í Hundasamfélaginu á Facebook að þetta sé eitt það flottasta sem hún hafi séð. „Grjót hörð álft réðist á hundinn í dag, og enginn lítill hundur heldur stór German shepherd. Ég var akkúrat að taka upp. Fallegt hvernig hann breiðir út vængjunum og breytist í dreka í augum hundsins. Þú fokkar ekkert í þessum náunga það er alveg ljóst,“ og á hún þá við álftina sem sennilega er karlkyns.

Miklar umræður sköpuðust á þræðinum í kjölfarið og leggst þessi sjón misvel í fólk og sumir segja hundinn hafa sloppið vel því „álftin hefði getað drepið hann.“

Sem betur fer fór betur en á horfðist og endaði leikurinn vel, hundurinn komst upp á árbakkann á ný ómeiddur, en hugsar sig sennilega tvisvar um áður en hann ákveður að fá sér sundsprett í næstu tjörn.

Sjón er sögu ríkari:

Skildu eftir skilaboð