Elon Musk: Fjöldainnflutningurinn er ógn við lýðræðið

Gústaf SkúlasonErlent, Innflytjendamál1 Comment

Milljarðamæringurinn Elon Musk fullyrðir á X (sjá að neðan), að líklega verði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember þær síðustu sem bandarískir ríkisborgarar ákveða. Er það vegna alls innflutnings ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna sem demókratar gera mögulegan og styðja.

Í síðustu viku greiddi fulltrúadeild Bandaríkjaþings atkvæði með frumvarpi um að bæta við spurningu um ríkisborgararétt við næsta manntal landsins árið 2030. 206 repúblikanar greiddu atkvæði með og 202 demókratar greiddu atkvæði á móti. Ekki einn einasti demókrati greiddi atkvæði með, segir í frétt Fox News.

Demókratar vilja svipta bandaríska ríkisborgara kosningaréttinum

Það er ástæða fyrir því skrifar Elon Musk:

„Einróma andstaða demókrata við að krefjast ríkisborgararéttar fyrir úthlutun þingsæta og atkvæða í kjörstjórn segir allt sem segja þarf. Markmið Demókrataflokksins er að svipta bandaríska ríkisborgara kosningaréttinum með því að flytja inn eins marga ólöglega innflytjendur og mögulegt er.“

Musk heldur áfram:

„Miðað við gríðarlegt innstreymi ólöglegra innflytjenda frá öllum löndum á jörðinni, þá verða kosningarnar 2024 líklega þær síðustu sem bandarískir ríkisborgarar ákveða í raun.“

Musk er með 183 milljónir fylgjenda á X.

 

author avatar
Gústaf Skúlason

One Comment on “Elon Musk: Fjöldainnflutningurinn er ógn við lýðræðið”

  1. Það er augljóst markmið valdaelítunnar að koma á einræðisvaldi í USA undir forsjá Demókrataflokksins.

Skildu eftir skilaboð