Pólskir bændur eru ekkert á því að gefast upp í baráttunni gegn „græna eitri ESB.“ Nýlega mótmæltu bændur loftslagsstefnu ESB innan veggja þingsins. Telja bændur ESB ógna lífsafkomu sinni og segjast halda mótmælunum áfram, þar til þeir fá fund með Donald Tusk forsætisráðherra Póllands.
Pólskir bændur hafa sett upp hindranir á landamærastöðvum á milli Póllands og Úkraínu vegna kornaflutnings Úkraínu á undanþágum frá ESB. Bændurnir segja að ómögulegt sé að keppa við ódýran innflutning frá Úkraínu og krefjast þess að pólsk stjórnvöld setji eigin landsmenn á blað.
Euronews greinir frá setuverkfalli bændanna. Sl. fimmtudag skipulögðu bændur „setu“ á pólska þinginu í því skyni að ná sambandi við stjórnvöld. Bændasamtökin Orka tóku þátt í aðgerðunum. Einnig var haldinn blaðamannafundur þar sem fulltrúi bænda útskýrði hvers vegna bændur væru að mótmæla:
„Í dag viljum við mótmæla Græna samning ESB og opnun landamærum fyrir vörur sem streyma inn í landið frá Úkraínu.“
Fulltrúinn útskýrði einnig að mótmælendurnir „séu hvorki þrjótar né bófar“ og að þeir vildu mótmæla á „siðsamlegan“ hátt til að varpa ljósi á þau hrellingum sem búið er að demba yfir landbúnaðinn.
Krefst fundar með forsætisráðherra
Telja bændur, að grænu umskipti ESB geri það ómögulegt að starfa áfram í landbúnaði vegna hárra skatta og dýrs eldsneytis.
Bændurnir sem voru í setuverkfallinu tóku það skýrt fram, að það eina sem þeir fara fram á með setunni er að fá fund með Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands. Munu þeir hætta setunni samstundis og forsætisráðherrann veitir þeim áheyrn.