Stjórnvöld í Perú hafa opinberlega flokkað transfólk, kynsegin og intersex fólk sem „geðsjúka“ einstaklinga.
Hin umdeilda ákvörðun var tekin til að tryggja að almannaheilbrigðisþjónusta landsins geti unnið að „fullkominni læknishjálp fyrir geðheilbrigði“ fyrir transsamfélagið, segir í yfirlýsingu frá Heilbrigðisráðuneyti Perú sem birt var á Telegraph.
Tilskipunin mun breyta Essentials sjúkratryggingaáætluninni þannig að trans- og intersex fólk verður skilgreint með geðröskun, LGBTQ+ Pink News, greinir einnig frá.
Þrátt fyrir lagabreytinguna verða trans og annað LGBTQ+ fólk ekki þvingað til að gangast undir umbreytingarmeðferðir, samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu.
Hópar LGBTQ+ aðgerðarsinna víðsvegar um Perú telja ákvörðunina hins vegar vera stórt skref afturábak í baráttunni fyrir réttindum sínum og öryggi.
„100 árum eftir afglæpavæðingu samkynhneigðar hefur @Minsa_Peru ekkert betra að gera en að taka trans fólk og flokka sem geðsjúka,“ skrifaði Jheinser Pacaya, forstjóri OutfestPeru, á X.
A 100 años de la despenalización de la homosexualidad el @Minsa_Peru no tiene mejor idea que incluir a las personas trans en la categoría de enfermedades mentales. Exigimos y no descansaremos hasta su derogaracion. pic.twitter.com/gKczZeq0OI
— Jheinser Pacaya 🏳️🌈 (@jheinserrr) May 14, 2024