Vinstri rithöfundur handtekinn í kjölfar morðtilræðis á forsætisráðherra Slóvakíu

Gústaf SkúlasonErlent, EvrópusambandiðLeave a Comment

Juraq Cintula, áberandi vinstrisinnaður rithöfundur  var handtekinn eftir morðtilraun á Robert Fico, forseta Slóvakíu, fyrr í dag. Fjölmiðlar hafa greint frá skotárás á Robert Fico þegar hann var að koma af ríkisstjórnarfundi í bænum Handlova um 150 km norðaustur af höfuðborginni Bratislava.

Á myndskeiði sem náðist af atburðinum (sjá að neðan) má sjá mann sem skýtur 5 skotum að forsætisráðherranum. Forsetinn var fluttur í þyrlu á sjúkrahús í Bratislava og er í lífshættu.

[videopress raJhBDQM]

 

Cintula var stofnandi „hreyfingar gegn ofbeldi.“ Heyra má hann ræða um brjálæðinga sem nota ofbeldi á myndskeiði X hér að neðan:

Hér að neðan er myndskeið sem sýnir þegar öryggisverðirnir fara með forsætisráðherrann inn í bíl. Samtímis halda viðstaddir árásarmanninum niðri þar til lögreglan kom og handtók hann.

Robert Fico er þekktur fyrir friðarbaráttu í Úkraínustríðinu og byrjaði á því að hætta stuðningi Slóvakíu við Úkraínu. Hann hafði nýlega lýst því yfir, að Slóvakía myndi ekki styðja alræðistillögur WHO í heilbrigðismálum. Hann er einnig eindreginn stuðningsmaður Donalds Trump forseta.

Forseti Slóvakíu, Zuzana Captova, fordæmir hina hrottafengnu árás:

„Ég er í áfalli. Ég óska ​​Robert styrks svo hann geti jafnað sig á þessu mikilvæga augnabliki.“

Margir þjóðarleiðtogar ESB-ríkja hafa fordæmt árásina. Victor Orbán skrifaði á X:

„Ég er mjög hneykslaður yfir þessari ógeðfelldu árás á vin minn Robert Fico forsætisráðherra. Við biðjum fyrir heilsu hans. Guð blessi hann og land hans.“

Skildu eftir skilaboð