Hver er umdeildur og hver ekki?

frettinErlent, Geir Ágústsson, Pistlar1 Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Forsætisráðherra Slóvakíu, sem er í lífshættu eftir skotárás fyrr í dag, hefur lengi verið umdeildur stjórnmálamaður. Umdeildur segja blaðamenn. Hvaða stjórnmálamaður er ekki umdeildur? 

Ég veit lítið sem ekkert um forsætisráðherra Slóvakíu. Hann virðist vera vinstrimaður af gamla skólanum, harður í horn að taka, ódrepandi í stjórnmálum. Hvað eftir annað veita kjósendur honum umboð til að halda áfram í stjórnmálum og hann tekur sér ýmislegt fyrir hendur.

Umdeildur, kannski. En er það stimpill sem er sérstaklega hannaður fyrir þá sem dansa ekki í takt við þá sjálfsmorðsvegferð efnahags og samfélagsgerðar sem flest Vesturlönd eru á?

Blaðamaður DV kemst svona að orði:

Gagnrýnendur hans hafa miklar áhyggjur af því að hann færi Slóvakíu frá vesturs til austurs, líkt og kollegi hans Viktor Orban í Ungverjalandi rær öllum árum að.

Ég skil. Óhlýðni við Evrópusambandið og Bandaríkin, kannski? Er það skilgreiningin á því að vera umdeildur?

Annars blasir við að þetta lýðræði fer í taugarnar á mörgum. Ítrekað eru kjósendur staðnir að því að kjósa vitlaust, og velja vitleysinga. Þeir létu sér meira að segja ekki segjast í Eurovision-símakosningunni. Óþolandi kjósendur sem þarf kannski að taka aðeins á. Leyfa þeim bara að kjósa um eitthvað kjaftæði á meðan raunverulegar ákvarðanir eru teknar af ókjörnum embættismönnum.

Þar með er ekki sagt að forsætisráðherra Slóvakíu sé ekki umdeildur. En hver er það ekki? Katrín Jakobsdóttir, ráðherra stjórnlauss innflutnings hælisleitenda? Bjarni Benediktsson, ráðherra vopnakaupa og skuldasöfnunar? Kannski það séu hin óumdeildu mál sem allir eru sammála um. Þeir sem vilja annað eru hættilegur öfgamenn, og auðvitað umdeildir.

One Comment on “Hver er umdeildur og hver ekki?”

  1. Ættið einnig að skoða þetta, er Ísland að taka þátt í valdaráni í Georgíu?! Frá Mario Nawfal á X

    🇬🇪 GEORGIA: EU LEADERS ARE TRYING TO CAUSE A COUP!!!

    Georgian Parliament Speaker Shalva Papuashvili has accused foreign ministers from Iceland, Lithuania, and Estonia of attempting to orchestrate a coup in Georgia.

    His accusation targets their involvement in recent protests in Tbilisi against a controversial foreign agents law.

    „Of course, there is an attempt from outside to stage a coup, a revolution in the country.“

    Tbilisi Mayor Kakha Kaladze also criticized the foreign ministers, claiming their participation aims to polarize Georgian society.

Skildu eftir skilaboð