Nató: „Núverandi heimsskipulag fellur ef Úkraína tapar stríðinu”

Gústaf SkúlasonErlent, NATÓ, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Núverandi heimsskipulag með Bandaríkjunum í fararbroddi er í hættu ef Rússland vinnur stríðið í Úkraínu. Þetta segir einn af fremstu herforingjum hernaðarbandalagsins Nató, sem vill verja öllu kröftum í stríðsátökin í Úkraínu.

Vestrænir lífshættir í hættu

Nató hefur engin áform um að stuðla að friði í Úkraínu. Þess í stað vilja þeir setja í hærri gír „til að tryggja að Úkraína vinni stríðið.” Þetta segir Rob Bauer aðmíráll, yfirmaður hermálanefndar Nató, í samtali við Dagens Nyheter (DN). Örvæntingin skín í gegn í viðtalinu, þegar Bauer segir að núverandi heimsskipulag gæti fallið, ef Rússar sigri í Úkraínu. Bauer segir við DN:

„Ef Rússland vinnur, þá verður réttur hins sterka samþykktur. Refsileysi sigrar ábyrgðina. Við verðum að koma í veg fyrir það. Annars stofnar það lífsháttum okkar í hættu: Opnum samfélögum okkar og möguleikum okkar til að ákveða einu sinni á fjögurra ára fresti hverjir munu stjórna, í hættu.”

Vill að peningum verði dælt í vopnarisanna til að flýta vopnaframleiðslu

Það heimsskipulag sem Bauer talar fyrir hefur verið gagnrýnt harðlega. Bandaríkin hafa meðal annars verið sökuð um umfangsmikla stríðsglæpi, ekki síst í Írak og í Guantanamo fangabúðunum. Enginn bandarískur stjórnmálamaður hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir það.

Til að tryggja núverandi heimsskipulag, sem byggir á veldi Bandaríkjanna og Nató, þá vill Bauer að öll vestræn ríki auki vopnaframleiðslu sína. Hann vill, að vopnaiðnaðurinn verði meðhöndlaður eins og lyfjaiðnaðurinn í heimsfaraldrinum: Að peningum skattgreiðenda verði dælt til vopnarisanna til að flýta framleiðslu vopna og skotfæra.

Vaxandi viðnám gegn stríðæsingnum

Öll lönd, jafnvel þau sem eru hluti af NATO, styðja ekki stríðsæsinginn. Ungverjaland vill forgangsraða friðarviðræðum og koma á vopnahléi. Ungverjaland mun ekki taka þátt í „brjálæðislegri áætlun Nató” um aukinn hernaðarstuðning við Úkraínu.

Er Nató ógn?

Varðandi hugsanlega rússneska ógn sem ætti að vera fyrir hendi segir Bauer við DN:

„Ef við værum raunveruleg ógn við þá, hefðu þeir þá ekki örugglega brugðist öðruvísi við inngöngu Finnlands í apríl 2023? Þeir fluttu ekki einn hermann frá Úkraínu að finnsku landamærunum. Ekki einn. Það er vegna þess að Rússar vita, að við erum ekki sóknarbandalag og við ráðumst ekki á Rússland.”

Pútín hefur áður lýst því yfir, að Nató-aðild Svíþjóðar og Finnlands væri ekki vandamál í sjálfu sér. Það er fyrst, þegar farið verður að stækka og eða byggja hernaðarmannvirki til dæmis fyrir eldflaugaárásir á Rússland sem Rússar munu bregðast við. Sér í lagi ef slíkur búnaður ber kjarnorkuvopn.

Að Nató hóf sprengjuherferð gegn Serbíu 1999, þrátt fyrir að engin Nató-ríki hafi tekið þátt í yfirstandandi átökum við Kosovo. Árið 2011 hóf Nató sprengjuherferð gegn Líbíu, með það meinta markmið að vernda almenna borgara fyrir Moammar Gaddafi. Í staðinn dóu margir líbískir borgarar af völdum sprengjanna.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð