Nei og aftur nei!

frettinInnlent, Pistlar2 Comments

Stefanía Jónasdóttir skrifar:

Vandið val á for­seta, veljið þann sem vill vernda og passa upp á gull­in okk­ar og þannig for­seta ætla ég að kjósa.

Nei nr. 1:

Auðvitað vill ríka, freka spill­ing­arelít­an fá Katrínu Jak­obs­dótt­ur fyr­ir for­seta, viðhalda skal spill­ing­unni. Mætti segja mér að samið hefði verið við stjórn­völd: „Við kjós­um þig, Katrín, ef þú nýt­ir ekki mál­skots­rétt­inn gegn okk­ar vilja.“ Kæmi ekki á óvart.

Hér kem­ur brota­brot af af­reka­skrá Katrín­ar: Fóst­ur­eyðing­ar­lög, hjálp­ar­lög til at­vinnu­mála kvenna, opin landa­mæri, landið selt eða gefið, út­gef­in vega­bréf á færi­bandi, búið að fylla landið af alls kon­ar fólki sem eng­inn veit nein deili á. All­ir sjóðir tóm­ir, rík­is­sjóður rek­inn á lán­um, sem sagt gjaldþrota. Sam­tök­in '78 sett á rík­is­styrk en Múla­lund­ur eyðilagður, of dýr í rekstri und­ir þinni stjórn. Svik við ör­yrkja og aldraða en sjálf á of­ur­laun­um. Montráðstefna sem kostaði um og yfir tvo millj­arða, vopna­kaup, stríðsrekst­ur, upp­bygg­ing í öðrum lönd­um, bara ekki hér heima. Ógeðfelld kynja­bók í skól­ana, enda­laust kynja­tal. Þyk­ist sem for­seti ætla að passa upp á tungu­málið okk­ar en sett­ir samt í lög kyn­laust hrogna­mál, seg­ist líka ætla að passa upp á Ísland gagn­vart alþjóðalög­um, þú sem ert búin að hlaupa um heim­inn til und­ir­skrift­ar á lög­um annarra ríkja og inn­leiða hér. Þú hef­ur elt glæpa­sam­tök­in SÞ, WHO og Dav­os og þótt þú breyt­ir nú um ásýnd og talanda, og ger­ist bljúg og auðmjúk, þá virk­ar það ekki á mig, traustið er horfið, en ég mæli með að þú fáir Eddu­verðlaun­in fyr­ir leik­list. Þú ert Dav­os-for­seti, svo enn og aft­ur nei.

Nei nr. 2:

Höllu Hrund treysti ég ekki, skrif henn­ar í Vísi þar sem hún tal­ar um að fá er­lenda fjár­sterka aðila til þess að leigja nýt­ingu á auðlind­um okk­ar, – hún átt­ar sig ekki á að það end­ar með sölu til þess­ara aðila, eins og hef­ur sýnt sig. Það virk­ar ekki á mig þó að hún fari mik­inn með að hafa al­ist upp í blokk, sé úr sveit og spili á harmonikku – en samt með haus­inn og metnaðinn er­lend­is. Hún þarf að svara því hvort hún myndi skrifa und­ir sölu á Lands­virkj­un. Hún er Dav­os-for­seti, svo nei.

Nei nr. 3:

Höllu Tóm­as­dótt­ur vil ég ekki því þar er aft­ur áhersl­an á er­lend­is. Vá, hef­ur svo mikla reynslu á því sviði. Ég þarf ekki þannig for­seta, Dav­os-for­seti og nei.

Ég óska mér for­seta sem ber í hjarta sér ís­lenska þjóð og land og mun nota mál­skots­rétt­inn til varn­ar gegn óhæfu og spilltu Alþingi. Ég þarf ekki er­lend­is-for­seta, eina sem hann þarf er að kunna sig í heim­sókn­um er­lend­is. Hvað er svona erfitt við það að vera sjálf­stæð friðsöm þjóð? Við eig­um fiski­mið, bænd­ur sem skaffa okk­ur mat, eft­ir­sótt­ar auðlind­ir, vatn, orku og ynd­is­legt land­flæmi, svo að ég spyr aft­ur: Hvað er svona erfitt við það að vera sjálf­stæð þjóð? Af hverju látið þið græðgina og spill­ing­una ráða för? Hættið að elta alþjóðalög, hugið að okk­ar lög­um, landi og þjóð.

Inn­rætið kom­andi kyn­slóðum að þær eigi land og haf til að varðveita, því að land­laus verðum við ekki þjóð. Miðað við nú­ver­andi ástand er auðvelt að ná af okk­ur land­inu, þetta vita út­lend­ing­arn­ir.

Vandið val á for­seta, veljið þann sem vill vernda og passa upp á gull­in okk­ar og þannig for­seta ætla ég að kjósa mér: Arn­ar Þór Jóns­son. – Ísland sé frjálst meðan sól gyll­ir haf.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17.5.2024.

2 Comments on “Nei og aftur nei!”

  1. Vel sagt.. Sem íslenskur þjóðernissinni sem er mjög fallegt orð og skilmerkilegt… Mér er annt um íslensku þjóðina, íslenska tungu og fullveldi, og sjálfstæði okkar. Við hljótum sem vel gefin þjóð að sjá að okkar eigið fólk er að fremja landráð á okkar fallega Ísland í gegnum erlent afl sem svífst einskis til að ná sínum markmiðum. Í guðanna bænum gott fólk nær og fjær ekki gefa þeim einstaklingi vald sem mun hjálpa þeim endanlega að gera útaf við sjálfstæði Íslands. Þetta mun að öllum líkindum verða ykkar mikilvægustu kosningar á ykkar ævi – Ykkar atkvæði mun verða það dýrmætasta sem þið hafið lagt á vogarskálar fullveldi Íslands. Kjósið rétt.. Kjósið þá persónu sem vill standa vörð um Ísland sem sjálfstæða þjóð!

Skildu eftir skilaboð